Freyr

Årgang

Freyr - 01.01.1912, Side 7

Freyr - 01.01.1912, Side 7
Fyrirmyndarmenn. i. Áður fyr óg fram til siðustu tíma trúðu menn })ví, að kraftaverkin hefðu verið svo að segja ■daglegir viðburðir á dögum „Gamla sáttmála11. En tímarnir breytast og mennirnir með. Nú er þeim sem óðast að fækka, er trúa krafta- verkunum. Enginn þykist verða þeirra var lengur. Og þó eru þau jafnvel, þegar betur er aðgætt, engu fátíðari en áður var. En — „guð og menn og alt er orðið breytt, og öðruvísi en var í gamla daga“. Margt af því, sem nú er einlægt að gerast öðru hvoru í heimi vísinda og framkvæmda, hefði vafalaust talist kraftaverk á tíð vorra _,,vísu feðra“. Markverðustu uppgötvanir sið- ustu tíma, svo sem: gufuvélin, síminn, loftskeyta- aðferðin, hljóðritinn, læknaskurðalistin, o. s. frv. mundi þá hafa verið kölluð kraftaverk. En þessi undraverk gerast með öðrum hætti en úður tíðkaðist um kraftaverkin. Göinlu krafta- verkin áttu, samkvæmt trú manna, rót sína að rekja til æðri veru. En „kraftaverkin“ nú á dögum eru marnaverk. Og þau eru mörg og margvísleg, verkin mannanna, sem svipar að sumu leyti til kraftaverka.. — Er það ekki eitt af furðuverkunum að breyta óræktar landi, gróðurlausum melum og mýrarfenum í frjósamt akurlendi, er aldrei bregst. — JÞað hefði ein- hvern tíma verið hér á landi kallað kraftaverk eða galdur. En þessi „kraftaverk11 og önnur slík, ger- ast ekki alt í einu eða af sjálfusér. Það kost- ar erfiði, umhugsun, og sífelda baráttu við nátt- úruöflin að fá þeim til vegar komið. Barátta manua við náttúruöflin er í því fólgin að yfir- vinna þau og hertaka, og nota þau siðan í þjónustu sína, á einn og annan hátt. Þetta er mönnum einlægt að lærast betur og betur. Þeir eru smátt og smátt, með öðrum orðum að gjöra sér jörðina undirgefna að boði skaparans í öndverðu. Það er vegurinn til framfara og fullkomn- unar. Bóndinn, sem yrkir jörðina er einn þátt- takaudinn, og hann verulegur í þessari bar- áttu við náttúruna. Þegar hann breytir gróð- urlausum bletti, þar sem ekki óx eitt einasta strá, í gróðursælan reit, þá hefir hann sigrast á náttúruöflunum og lagt þau undir sig. Það er „kraftaverk11. Og þeir eru margir hér á landi, er þessi kraftaverkin hafa gert og gera. n. Yinnan er móðir auðæfanna, segir gamalt spakmæli, og peningarnir eru afl þeirra hluta er gera skal. — I baráttunni við náttúruna, og þar á meðal yrking jarðarinnar er þetta tvent, vinna og peningar ómissandi hlutir hverjum manni. Efnamaðurinn stendur betur að vígi í þessari baráttn en hinn, sem skortir féð. Þó er það undravert, hve miklu einyrkinn með tvær hendur tómar fær til Jeiðar komið. Dæmi þess eru deginum ljósari. Starfsþrek, samfara einbeittum vilja, orkar mestu í þessu efni. Pen-

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.