Freyr - 01.01.1912, Page 14
8
FBEYB.
í 10 ár. Fór þaðan vorið 1868 að Vatnsnesi.
Þá var sú jörð sama sem í eyði, og í mestu
niðurníðslu. Bærinn lang lélegasta hreysið í
allri sveitinni, og hrundi um vorið, ettir að
Loftur var kominn þangað. Þar byrjaði hann
svo á nýjan leik. Bygði upp allan bæinn og
öll peningshús, og gerði miklar jarðarbætur.
Af jarðarbótum hans í Vatnsnesi má neína, að
hann sléttaði túnið, og jók það um rúmar 4
dagsláttur eða 1,3 kektara. Sléttur hans þar og
túnauki eru kringum 15 dagsi. (tæpir 5 hekt.)
alls. Túnið girti hann með vörsluskurði, um
350 faðma, og grjóti. Tók hann grjótið upp
að haustinu, og klauf stóru björgin með fleig-
um. Dróg það þvínæst að sér að vetrinum, er
færi gafst, og það á sjálfum sér. E»á var hest-
um þar um slóðir aldrei beitt fyrir æki. —
Hann gerði einnig skurði til þurkunar og á-
veitu, og um 200 faðma langa akbraut heim að
bænum. Allar eru þessar jarðarbætur einkar
vel unnar, og laglega gerðar. Skurðirnir eru
þráðbeinir og var það fremur óvanalegt á
þeim árum, er þeir voru gerðir. Slétt-
urnar eru einnig vandaðar í bezta lagi, og svo
er um alt, sem Loftur hefir gert þarna í
Vatnsnesi.
Loftur hefir lengst af i búskapnum verið
einyrki. En hann hefir unnið baki brotnu alla
tíð, sjaldan eða aldrei unt sér hvíldar. Hann
var og hefir verið fram að þessu árrisull mjög,
og þurft 'litið að sofa. Kominn tíðast að verki
kl. 5 á morgnana, og haldið út ailan daginn.
— Sem dæmi um það, hve miklu hann fékk
afkastað, meðan hann var í fullu fjöri, má nefna,
að árið 1886 sléttaði hann dagsláttu í túninu,
hlóð 120 faðma langan túngarð gróf 50 faðma
skurð og lagði 100 faðma langa akbraut. Það
er vel að verið af einyrkja á einu ári.
Loftur var nýbreytnismaður að ýmsu leyti,
og á undan sinni samtíð í mörgu. Hann var
t. d. með þeim allra fyrstu hér sunnanlands,
eða jafnvel sá fyrsti, er fékk sér kerru til notk-
unar heima við. Það mun haía verið árið 1875.
Landbúnaðarfélagið danska styrkti Loft með 45
dölum til þess að eignast kerruna. Hún kost-
aði í innkaupum 90 ríkisdali. — Stungið hafði
verið upp á því, að Búnaðarfélag Suðuramtsins
hlypi undir bagga með Lofti, til að létta hon-
um kerrukaupin, þvi maðurinn var fátækur, og
hér var um búnaðarnýjung að ræða. Forseti
félagsins (Ralld. Kr. Friðriksson) bar það upp
á fundi félagsins 6. júlí 1875, að honum væru
veittar 30 kr. til vagnakaupanna „en félagsmenn
neituðu því. ‘
Loftur er fæddur 9. des. 1829, og er nú
yfir áttrætt. Hann hefir búið í 53 ár. Snemma
á búskaparárum sínum í Vatnsnesi eignaðist
hann hálfa jörðina, en bjó á hinum helmingn-
um sem leiguliði, þar til fyrir fáum árum, að
hann festi kaup á þeim parti. — Hann hefir
verið fjörmaður hinn mesti og gleðimaður, og
hér á árunum þótti hann ómissandi í öllum
samkvæmum i sveit sinni, og var þar „hrókur
alls faguaðar“. Hann er greindur vel, og hvíld-
arstundir sínar og jafnvel svefntíma notaði hann
til lesturs. Hann er einnig víðlesinn og fróður
um margt.
Þegar hann varð áttræður, héldu sveitung-
ar hans honum samsæti í viðurkenningarskyni
fyrir dugnað hans, og mikilsvert æfistarf. Við
það tækifæri kvað Brynjólfur Jónsson frá Minna-
Núpi meðal annars:
„Bú og jörð með bótum flestum,
blómgað fékk af litlu hér.
Fróðleik stunda og gegna gestum
gaf þó einnig tíma sér.“
Loftur lét af búskap í vor er leið. Hann
er nú farinn að kröftum, sem eðlilegt er. En
að jarðarbótum hefir hann samt unnið stöðugt
á ári hverju fram að þessu. Síðustu árin 8—
9 hefir hann skilað 300 dagsverkum.
Hann hefir ekki gert það endaslept, gamli