Freyr

Volume

Freyr - 01.01.1912, Page 9

Freyr - 01.01.1912, Page 9
FREYR. 3 «in umferð af gaddavír ofan á honum. Hvergi er þar neitt að sjá heima við, sem óprýði er að, eða talist getur til lýta. Hver hlutur er á sin- um stað, og alt er í röð og reglu. Arni byrjaði húskap vorið 1885. Hefir hann þá búið í 27 ár, í vor er kemur, ef hann lifir. — Efnin voru lítil eða engin. Bústofninn, það sem hann nam, var allur í skuld. Og svo hefir Arni sagt mér sjálfur, að skuldir hans fyrsta árið hafi numið 1000 kr. — Kotið, sem er nálægt 8 hundruð að dýrleika, var í niðurníðslu. Túnið var rúmar 3 dagsl. eða 1 hektari, og feng- ust af því 30 hestar af smáu bandi. Það lá undir ágangi og skemdum. Sjórinn hafði brotið tún- feakkann, og olli þáð uppblæstri og sandágangi. Leit helzt út fyrir um eitt skeið, að það mundi stórspillast eða jafnvel fara af. En því varð afstýrt sem betur fór. Nú er túnið um 10 dagsl. eða rúmir 3 hektarar. £>að fást af því 110 hestar í meðal ári. — Síðustu árin 10—12, hefir Árni unnið að jarðabótum nálægt 1000 dagsverk. Þar sem braut af túninu hafði myndast hár bakki. Yar hann orðinn yfir 4 álnir á hæð, þar sem hann var hæstur. Arni tók sig þá til, einn góðan veðurdag, og byrjaði á þvi, að hlaða grjótgarði meðfram barðinu, og eigi allnærri því. Tók síðan grasrótina ofan af því smátt og smátt, fiutti hana til og reit barð- ið niður, og sléttaði það út, niður að grjótgarðs- laginu. Það kostaði mörg handtök og marga svitadropa. Er því verki nú langt komið. Svo voru erfiðleikarnir miklir við þetta þarfa verk, að vorið 1910, fóru t. d. rúm 30 dags- verk í það að slétta niður 110 □ faðma. Þar sem bakkinn var hæstur, og erfiðast við að eiga, fóru 2 — 3 □ faðmar í dagsverkið til jafnaðar. Túnbrekkan friða og grasigróna, sem þarna kemur í stað háa moldarbarðsins, er um 40 metra breið. Þeir sem hafa ánægju af að sjá og skoða myndarieg mannvirki, ættu að skreppa heim að Görðum til Arna gamla, og líta á brekkuna hans. Það borgar sig. Auk jarðabótanna hefir Arni bygt upp öll hús á jörðinni; þar á meðal íbúðarhús úr timbri 10x9 áln. járnvarið með vænum kjallara und- ir, klöðnum úr grjóti. Allur frágangur á íbúð- arhúsinu, sem og öðrum húsum, er hinn vand- aðasti. Arni hefir lengst af búið sem leiguliði, og oftast verið einyrki. Árið 1903 festi hann kaup á jörðinni. Nýlega hefir hún verið virt með húsum á 4000 kr. — En naumast hefði virð- ingin á henni getað numið miklu fyrir 27 ár- um, er Árni fékk hana til ábúðar, ekki betri en hún var þá. Árni er hinn mesti iðjumaður; sívinnandi úti og iuni, alla tíma. Engan hlut, smáan eða stóran má hann sjá, annarstaðar en á sínum stað. Hann þolir illa alla óreglu, hverju nafni sem nefnist. Verðlaun úr Ræktunarsjóði íslands hefir Árni fengið tvívegis; það var árin 1903 og 1911, og var hann vel að þeim kominn. 2. Guðni Sigurðsson í Brennimi í Suður- Þingeyjarsýslu. — Á Eljótsheiði vestanverðri, milli Mývatnssveitar og Bárðardals, er kot rúm 6 hundr. að dýrleika, sem nefnist Brenniás. Eigi var það fyr en á öndverðri öldinni, sem leið, eftir því, sem sagt er, að þarna var bygt. En síðan um 1830 hefir kotið oftast verið í ábúð. Landrýmið er nóg og sumarhagar ágætir. En ekki er vistlegt þarna að vetrinum í „iðulaus- um stórhríðum“ þegar ekkert sést, og ófært er úti mönnum og skepnum. Ekki er heiðin á- iitleg tii ræktunar; síður en svo. Flest kotin þarna á heiðinni eru einnig túnalítil, og sum túnalaus. — En um Brenniás er öðru máli að gegna. Það eru nú rúm 40 ár síðan Guðni' kom að Brenniási. Þá var túnið 3—4 dagsláttur

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.