Freyr

Volume

Freyr - 01.01.1912, Page 20

Freyr - 01.01.1912, Page 20
14 FREYR. En kostnaðarsamt verk myDdi það kafa orðið, og litt ráðlegt, meðan vatnið lá alt í Þverá. En nú er útlit fyrir, að breyting sé að verða á því. Það er mál manna og styðst við reynslu, að vatnið liggi i þessum umgetnu farvegum til skiftis. Annað tímabilið er það í ■eystri farvegunum, og þá einkum í Markarfljóti, en hitt tímabilið í þeim vestri, og þá aðallega i Þverá. Þetta timabil er talið að vera um 20 ár, er það liggur í hvorum þessara farvega. iNú eru 15—18 ár síðan vatDÍð lagðist í Þverá. Hafa menn því verið, þar eystra að vænta þess undanfarin árin síðustu, að þetta mundi breyt- ast von bráðara. Vatnið mundi kasta sér aust- ur á bóginn, áður langt um liði, og leggjast í Markaríljótsfarveginn. — En af því gat stafað liætta fyrir Vestur-Eyjafjallasveit. Þegar mikið vatn er í Markarfljóti, fer mokkuð af því í farvegi er liggja austur með Eyjafjöllunum. Elæðir það þá yfir engjar manna undir Út-fjöllunum, skemmir þjóðveginn og spillir umferðinni. Eyrir því var það, að vorið 1910 tóku menn sig til og hlóðu garð til varn- ar því, að vatnið úr Markarfljóti rynni austur með fjöliunum. Var hann gerður eftir fyrir- sögn og mælingu Jóns verkfræðings Þorláksson- ar. Grímur Sk. Thorarensen í Kirkjubæ stóð fyrir verkinu. — Þessi fyrirhleðsla, sem nefnd er Markarfljótsgarður, er lyn 700 metra á lengd, og kostaði um 8000 kr. Garðurinn ermyndar- legur og vel gerður. En nú ríður á, að hon- \im sé haldið vel við. Ætti það að vera Ey- fellingum áhugamál að viðhalda garðinum, því hann gerir þeim ómetanlegt gagn, einkum og ekki sízt, ef vatnið úr Þverá legst í Markarfljót. Kemur hann þá í góðar þarfir. -— En æskilegt væri, að garðurinn yrði lengdur um 200—300 metra. Tel eg það Dauðsynlegt, enda gerði hann þá enn meira gagn og kæmi að fyllri notum. Þess var getið hér á undan, að útlit vær fyrir, að vatnið í Þverá mundi leggjast í Mark- arfljót. — í haust er leið var orðin mikil breyt- ing á vatninu frá því, sem verið hefir að und- anförnu. Aðal vatnsmegnið var í Markarfljóti, en lítið mjög í Þverá. Likur eru til að fram- hald verði á þessu, og þykir þeim það vel far- ið, sem orðið hafa fyrir þyngstum búsifjum af ánni, meðan vatnið lá í henni. — Spá því nú sumir, að næstu 10—20 árin liggi vatnið í Markarfljóti, og ef til vill í Alunum að einhverju leyti, en Þverá verði sama sem þur. Koma þá aftur upp Landeyja-jarðirnar er fóru í kaf 1904, og verða þá margfalt betri en þær voru áður. Þá minkar og vatnið í Djúpós, og hefir það væntanlega áhrif á Safamýri og nærliggjandi engjar. Það sést af þessu stutta yfirliti um vötnin í Rangárvallasýslu, og breytingarnar á þeim, að þau bæði eyðileggja laDdið, þar sem þau fara yfir, og bæta það. Þeir sem nú lifa, hafa að vísu meira af skemdunum og eyðilegging- unni að segja, en hinu, sem horfir til bóta, og þykir flestum það súrt í brotið. Hitt er auðsætt, að vötnin hafa á ýmsum tímum bætt mikið einstöku landspildur i sýslunni, og gera það enn. Sem dæmi má nefna Safamýri. Fyrir rúmum 100 árum, er sagt, að hún hafi öll verið vaxin lyngi og fjalldrapa og eigi þess- leg, að hún yrði notuð til slægna. — Hvað er það, sem gert hefir hana að því akurlendi, sem hún nú er? Vitanlega vatnið, frjóefna-auðugt jök- ulvatn. Og ef að þetta vatn hætti að flæða yfir hana og færa henni áburð, mundi hún hætta að spretta. Hinsvegar er afaráríðandi að gera alt, sem auðið er til þess að hindra skemdir af vatns- ágangi, og koma í veg fyrir, að blómleg svæði eyðileggist. Og það er skylda héraðsbúa, fyrst og fremst, að vaka yfir þessu, og vanrækja ekk-

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.