Freyr - 01.01.1912, Qupperneq 10
4
FREYR.
að stærð, og alt þýft og i órækt Eeugust þá
af því rúmir 20 hestar. Nú hefir hann sléttað
það alt og aukið mikið. Eæst nú af því ná-
lægt 100 hestum í meðal ári.
Túnaukinn var áður versta óræktar-
jörð, blautlend mýri og gróðursnauður melur.
Voru þar gerðir skurðir og lokræsi til þurkun-
ar. Sumstaðar vantaði alfarið þökur ofan á
flögin. JÞeirra varð að afla annarstaðar og flytja
að, allangan veg. — Um túnið er garður, og
mestur hluti hans úr grjóti. Innan girðingar-
innar eru um 15 dagsl. (4,8 hektarar). Þegar
eg fór þar síðast um, sumarið 1907, voru komn-
ir i rækt rúmir 2/s hlutar af þessu landi. Sjálft
túnið þá orðið, með öðrum orðum kringum 10
dagsl.
Gfirðing um heimalandið og túnaslétturnar
hafa kostað mikla fyrirhöfn og erfiði. Og það
er svo að sjá, sem ekkert hafi verið sparað til
þess að leysa verkið sem bezt af hendi. Erá-
gangur allur er einkar vandaður, og ber vott
um smekkvísi og dugnað.
Öll hús í Brenniási eru til þe3S að gera
ný. Fjárhúsin standa á túninu, og taka þau
sennilega alt að 200 fjár. Hlöður eru við hús-
in, og sumar þeirra meðjárnþaki. Eruþójárn-
þök á húsum fremur sjaldgæf i Suður-Þingeyj-
arsýslu, eða hafa verið það til þessa. — Vegg-
ir eru mestmegnis gerðir úr grjóti, og óvenju
háir, eftir því sem gerist. Gluggar eru á hverju
húsi og strompar upp úr þakinu. Yfir höfuð
eru þessi fjárhús einhver með þeim beztu, sem
eg hefi komið inn i, rómgóð, hjört og loftmikil.
Guðni byrjaði búskap með litlum efnum,
og gékk erfiðlega fyrst framan af, og lifði við
fátækt. Börnin voru mörg, en heilsan veik-
bygð. Og svo var ástæðum hans komið um
eitt skeið, að sveitungar hans hlupu undir bagga
með honum, og skutu saman fé til að styrkja
hann. Eór hann eftir það að rétta við. Efna-
hagurinn batnaði smátt og smátt, eftir því senr
börnin komust upp og fóru að vinna. Tók
hann þá til óspiltra málanna að bæta kotið, og~
hefir haldið því áfram til þessa.
Nú býr G-uðni iaglegu búi, og á fallegt fé.
Skuldugur mun hann ekki vera. Hann hefir
allatíð verið leiguliði. Jörðin er eign landsjóðs.
Fyrir nokkrum árum sótti hann um að fá hana
keypta, en fékk ekki. Nú hefir hann á ný
falast eftir henni til kanps, og mun þegar ráð-
ið, að hún verði seld honum.
Jarðarbæturnar og húsabæturnar, sem
Guðni hefir gert, eru aðallega unnar 10— 20
árin síðustu. Hefir hann, og þeir feðgar unnið
langmest að því sjáifir. Það sem meðal ann-
ars einkennir byggingarnar er grjótið. £>að er
aðalefnið i húsum og görðum. Óvíða hefi eg
séð grjóthleðslu jafn vandaða, og vel gerða.
Sama snildin og handabragðið á öllu.
Það er býsna einkennilegt og afar fátítt
að fyrirfinna á aískektu heiðarkoti aðrar eins
jarðabætur og framkvæmdir, og eiga sér stað
í Brenniási. Mann rekur í rogastans, og undr-
ast yfir þeirri 'framtakssemi og dugnaði, sem'
þarna lýsir sér í öllu. Og því má ekki gleyma,
að það hefir kostað erfiði og iðjusemi að fá því
til leiðar komið, sem hér er að sjá og læra.
Árið 1904 fékk Guðni verðlaun úr Rækt-
unarsjóði Islands.
3. Jóu Þórðarson í Klömbrum íAðaldalf
Suður-Þingeyjarsýslu. — I’egar eg i fyrsta skifti
fór um veginn neðan við túnið í Klömbrum og
leit þangað heirn, sá eg strax, að hér hlaut að
búa þrifnaðarmaður. Eurðaði mig þó hinsveg-
ar á þvi, að eg eigi skyldi hafa heyrt mansins
getið, ef nokkurs væri vert um hann. Gerði
mér því lítið íyrir, fór af baki og labbaði heiro,
þó ekki væri neinu beinu erindi til að dreifa.
Og mig iðraði þess ekki. Yiðtökurnar voru
góðar; en það er fyrir sig. Þær eru það þar