Freyr - 01.01.1912, Qupperneq 13
FREYK.
7
gjaldið. E>urftu kindurnar að seljast vel, til
þess að farareyrir yrði nægur. En margt fer
•öðruvísi en ætlað er. — Gerði j)á eitthvert hið
versta vor, er menn muna, og fór það illa með
Húnvetninga eins og fleiri. Eórst þá fénaður
■mjög, og misti Kristmundur þessar kindur sin-
ar. Skorti hann þá fargjald, og var þá sá eínn
kostur fyrir hann, að setjast aftur og fara hvergi.
Yar hann svo næsta ár í húsmensku. En vor-
ið 1883 byrjaði hanD búskap í Asbjarnarnesi,
með nálega engum efnum. Með dugnaði sinum
■og ástundun tókst honum brátt að rétta við
og koma fyrir sig laglegu búi. Hafði hann þó
þungt heimili. Hlóðnst að honum börn með
ári hverju. En maðurinn var og er annálaður
þrekmaður og víkingur til allrar vinnu.
I Ásbjarnaruesi bjó Kristmuudur í 19 ár,
•og vann þar miklar jarðarbætur. Meðal annars
gjörði hann skurð um 400 faðma. Var hann
bæði varnarskurður og aðfærsluskurður til á-
veitu. Með áveitu ræktaði hann upp 200 hesta
slægjuland, sem áður var óslægt vegna sand-
ágangs. Og miklu meira gerði hann þar að
ýmsum jarðarbótum, þó þeirra sé hér ekki get-
ið. — Hann bygði þar einnig upp fjárhúsin, er
bæði voru léleg, og dreifð út um alt tún. Eærði
hann þau saman í eitt, og bjó til 300 hesta
hlöðu við þau.
Þessi ár, er Kristmundur bjó í Ásbjarnar-
nesi, var hann leiguliði. En vorið 1902, keypti
hann jörðina Melrakkadal i Víðidal og flutti að
henni það sama vor. Byrjaði hann þá strax á
að gera þar jarðarbætur og húsabætur. Hefir
hann þegar sléttað mikið í túninu, gert skurði
til áveitu og fleira Árið 1908 sléttaði hann
1100 □ faðma. Og á árunum 1904—1908,
vann hann að jarðarbótum 564 dagsv. — Bæj-
arhúsiu hefir hann mjög mikið endurbætt, þar
á meðal grafið kjailara undirbaðstofuoggeymslu-
hús, án þess að rífa þau niður, og hlaðið hann
úr grjóti. Var það þarft verk en erfitt að
sama skapi.
Kristmundur hefir hér um bil alla tíð ver-
ið einyrki. — Hann er tvikvæntur, og hefir
eignast 20 körn. Af þeim lifa 13, er eg vissi
síðast, og það yngsta af þeim á öðru árinu.
Áður en hann byrjaði að búa, og fyrstu
búskaparárin, vann hann mikið hjá öðrum, eink-
um að jarðarbótum. Þótti hann atkvæða dug-
legur. Haft er það eftir Pétri heitnum á Stóru-
Borg, að til Kristmundar hafi hann séð einna
myndarlegust og tilþrifamest handtök.
Séra Hálfdán próf. Guðjónsson á Breiðabóls-
stað í Vesturhópi, er hefir frætt mig bezt um
Kristmund, getur þess í bréfi til mín, sem vott
þess, hver rækt hafi verið lögð við uppeldi hans,
að ekki hafi honum verið kent að draga til
stafs, og það hafi hann aldrei lært. Sagði hann
prófasti svo sjálíur eitt sinn, að hönd sín hefði
verið farin að stirðna af stritvinnunni, er hann
var þess umkominn að kosta nokkru sjálfur sér
til náms, og hefði hann því ekki lagt út í það.
„Ekki hika eg sarat við“ bætir síra Hálfdán
við, „að telja hann og hans líka þjóðnýtari
menn en suma skriffinnana, sem fá nýtileg
handtök hafa unnið. Og verkin þeirra ættu að
geta verið ungum mönnum áhrifameiri framfara-
hvöt, en athafnalaust orðagjálfur."
Kristmundur er enn vel ern, og virðist
starfsþol hans og þrek lít.t lamað. Hann er nú
57 ára að aldri.
Verðlaun voru honum veitt árið 1909 úr
Ræktunarsjóði Islands.
6. Loftur Gíslason í Vatnsnesi í Grims-
nesi í Árnessýslu. — Margt er merkilegt vtm
þann mann. Hann byrjaði búskap árið 1858,
og tók upp nýbýli, er hanD nefndi Hólabrekku.
Er sá bær í Laugardal, og hefir verið síðan i
ábúð. — Hann græddi þar upp tún og sléttaði,
og bygði upp lagleg bæjarhús. Þar var hann