Freyr

Volume

Freyr - 01.01.1912, Page 18

Freyr - 01.01.1912, Page 18
12 FJREYR. Jrátt fyrir stirða og óhagstæða tíð, sem var mm það leyti. Yerzlunin var svipuð og árið fyrir. Ut- lend vara öll í háu verði. Ivaífi, sykur og fleira hefir ekki um langt áraskeið verið jafn dýrt, og Arið sem leið. Hinsvegar hefir verið allgott verð á innlendum búsafurðum, einkum smjöri. Smjörbúin störfuðu flest þetta árið, og smjör- framleiðslan var með langmesta móti, á mörg- um búunum austanfjalls. Smjörið seldist á- gætlega, eiukum er á leið sumarið. Hefir smjör héðan jafnvel aldrei komist í jafnhátt verð. Eitt bú, Arnarbœlisbúið í Ölfusi, lagðist nið- xir i árslokin 1910. En í þess stað var þá stofnað nýtt bú í Sandvíkurhreppnum, og nefu- ist það Sandvíkurrjómabúið. Er það mjög mynd- arlegt og vel útbúið að áhöldum og öðru. — Félagar gamla Arnarbælisbúsins fóru sumir í Yxnalækjar-búið, cn hinir gerðust félagar þessa nýja bús. Þetta nýja bú er rekið með mótorafli. Tvær rjómabústýrur fóru utan í haust er leið, með styrk frá Landsbúnaðarfélaginu, til þess að fullkomna sig í smjörgerð. Nautgripafélög, er nutu styrks þetta ár, voru 18, með um 1750 kýr alls. Þessi félög eru, 2 í Yestur-Skaftatellssýslu, 2 í Rangárvallasýslu, 3 í Arnessýslu, 2 í Borgarfirði, 1 í Dalasýslu, 1 í Barðastrandarsýslu, og 2 í Eyjafjarðarsýslu. Kensla eftirlitsmanna fór fram, eins og að undanförrm, 1. nóvember til 15. desember. Sóttu þá kenslu að þessu sinni 11 piltar víðsvegar að. Kent var þar meðal annars að lækna doða í kúm, bólusetning sauðfjár o. s. frv. Sýningar á búpeningi voru með fæsta móti þetta ár. Hér sunnanlands var aðeins haldin ein sýning; hún var í nautgripafélagi Hreppa- manna. Og norðanlands munu þær ekki hafa erðið nema tvær. I Eyjafirðinum var tekin upp sú nýlunda í haust, að tilhlutun Jóns Þorbergssonar fjár- ræktarmanns, að halda sýningar á hrútum. Þær voru tvær, önnnr í Öngulstaðahreppi, en hin í Saurbæjarhreppi. Landsbúnaðarfélagið styrkti þessar sýningar. Sláturhúsunum fjölgar hér á landi. Þau munu vera orðin um 20 alls. Þar af eru í bændaeign eða samvinnusláturhús ein 15. JÞar á meðal eitt, sem er í smiðum á Arngerðareyri við isafjarðardjúp. Unnið var að þvi i sumar er leið, að und- irbúa áveituna úr Þjórsá á Miklavatnsmýri og svæðið þar i kring. Það var mælt fyrir skurð- unum, og skurðalínuruar hældar. Er nú i ráði, að byrjað verði á þessu verki i vor er kemur. Búnaðarnámsskeið voru haldin eigi svo fá þetta ár. — Að Þjórsártúni var námsskeið, hið fjórða í röðinni, dagana 8.—14. jan. Var það fáment. Þá var búnaðarnámsskeið við Bænda- skólann á Hvanneyri, 30. jan. til 4. febr., og var það vel sótt. Auk þessara voru ennfremur tvö námsskeið í Húnavatnssýslu, Hvammstanga 13.—18. febr. og Blönduósi 27. febr. til 3. marz; eitt á Eiðum, 13.—25. febr. og Þrjú við Bœndaskólann á Hólum, unglinga- námsskeið, bændaheimsókn og reglulegt, búnað- arnámsskeið. Það var 2.-8. april. Loks voru búnaðarnámsskeið haldin í Stykkishólmi og á Bíldudal. Alþingi var háð á þessu ári. Haíði það til meðferður ýms merk landbúnaðarmál; en fœst af þeim náðu fram að ganga. Um landbúnað- armál þau er lágu fyrir þinginu er getið í „Frey“ (VIII. 5.) Búnaðarþing var og haldið, það 7. í röð- inni. Það hófst 17. tebrúar, og stóð yfir fram- undir mánaðarmótin næstu. Frá því eða gerð- um þess er skýrt i „Frey“ (VIII. 3.) Bœkur er snerta landbúnað komu engar út á árinu að uudanteknum gömlu ársrit- unum, Arsriti Ræktunarfélagsins, Búnaðarrit-

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.