Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1912, Blaðsíða 22

Freyr - 01.01.1912, Blaðsíða 22
16 FREYR. Skýrslurnar bera það með sér, að 2 árin liefir féð verið farið að léttast, en eitt árið ekki, «ða þá lítið, Pramtarir þær, sem skýrslurnar sýna, að féð hefir tekið þessi síðastl. 30 ár, eru án «fa félagsskap þessum að þakka. Stóruvöllum i nóv. 1911. Pkll H. Jónsson. (p. t. formaður). Bændaförin, JÞannig nefnist ný útkomin bók, um ferð norðlenzku bændanna og bændaefnanna, suður um land, sumarið 1910. Bókina hafa þeir skrif- að, Jón Sigurðsson á Yztafelli, og Sigurður Jóns- son, skáld á Arnarvatni. Segir hún frá ferðinni, frá því þeir lögðu upp af Akureyri, og þar til þeir komu aftur norður. Seinnipartur bókarinnarskýr- ir frá byggingum og búnaðarháttum, þar sem þeir fóru um. Loks er getið nokkurra merlcislieimíla, ■og minst á þýðingu slíkra kynnisfara. Bókin er að mörgu leiti fróðleg, lýsir vel því, sem fyrir þá bar, og ber með sér, að „glögt er gests augað“. — f>að, sem höf. minn- ast á Reykjavík, og ýraislegt f sambandi við hana, virðist vera sanngjart og rétt, miklu sann- gjarnara en vér eigum alment að venjast í dóm- um annara um bæinn. En þegar þeim finst umferðin minni um göturnar, en þeir höfðu bú- ist við, þá er þess að gæta, að um þettu leyti er jafnan fæst í bænum. Menn eru farnir þá i burtu, í allar áttir að leita sér atvinnu, og í þetta sinn var fátt um aðkomumenn, aðra en norlensku gestina. Skiftar munu skoðanir manna, hér syðra, um álit höf. á ýmsum atriðum, er þeir minnast á, f sambandi við ferð sína. En eigi skal deilt um það hér, enda sýnist oft sitt hverjum. — íióann segja þeir vera sviplítinnn, en svip hans sáu þeir aldrei greinilega, þvi þegar þeir fóru yfir hann, var þoka og byrgði hún alla útsýn. Það sem þeir minnast á sauðféð hér sunnan- lands, er naumast nægilega rökstutt. — En jafn- vel þó að maður sé ekki alstaðar samdóma höf. þá verðskuldar bókin, að hún sé keypt og les- in. Eftir nokkurn tíma verður hún markvert heimildarrit fyrir þá, er eitthvað vilja kynnast búnaði hér á liðinni tíð. Smávillur fáeinar hafa slæðst inn í bókina, en þær eru svo óverulegar, að þær rýra ekki gildi hennar. Yokkrar myndir eru aftast í bók- inni. Bókin er um 160 bls. og kostar kr. 1,50. Pappír góður, og frágangur allur vandaður. Bókin er því í alla staði eiguleg, og mun eng- an yðra þess, þó hann eignist hana. S. S. Notkun rafurmagnsins er einlægt að aukast meira og meira í heim- inum. Rafurmagnið framleiðist mest með vatns- afli. — Hingað til hafa not rafurmagnsins verið einna mestí bæjum ogborgum. En seinustu árin, er einnig mikið farið að uota það við landbún- aðinn, meðal annars til þess að hreyfa með því ýmsar vinnuvélar og áhöld, og til Ijóss og hita. I fjallalöndunum, svo sem Sviss og Noregi kveð- ur einna mest að notkun þess. í Bandaríkjun- um og Kanada er það einnig mikið notað, og leitt oft afarlangan veg. Ein af aðalleiðslunum frá Niagara-fossinum, er um 376 enskar mílur, og frá þessari aðalleiðslu ganga svo aukaleiðslur, og eru sumar þeirra yfir 100 enskar milur. En þrátt fyrir þetta þykir þó rafurmagnið ódýara þar, en nokkurt annað afl. I samanburði við að nota kol, er sparnaður talinn að vera 75 kr. á hvern hestkraft á ári. Verðlag smjörmatsnefndarinnar. 9/u ’ll- Bezta smjör 113 kr. 100 pd. 1#/u - - - H3---------------- ,#/„ - "• - H5---------------- #0/ii - - - -----------

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.