Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.01.1912, Qupperneq 17

Freyr - 01.01.1912, Qupperneq 17
FRE YR. 11 Áriö 19 11, Það mmi ekki fjarri sanni, þó sagt sé, að árið þetta sem var að líða, hafi verið undir það meðal ár, þegar alls er gætt. Yeturinn frá nýári var mildur, og yfirleitt góður. — Sunnanlands og vestan voru þó um- hleypingar, og stormasamt um miðjan veturinn. I þorralokin, eða upp úr miðjum febrúar gerði kælu, er hélst fram yfir mánaðarmótin, febrúar og marz. Yarð frostið þá suma dagana 10— 20° C. Einna mest varð það dagana 17<—20. febr. En upp frá því mátti heita öndvegistíð, veturinn út. Vorið var kalt, og spratt seint og ekki vel. Sunnanlands voru úrkomur öðruhvoru; óhemju krapaskúrir og kalsi. En norðanlands þar á móti kuldar og úrkomuleysi. Afleiðingin af því, sprettuleysi einkum á túnum og harðvelli. Sumarið var og óvenju kalt. Gerði kulda- kast mikið um land alt 22.—27. júlf. Kyngdi þá niðnr snjó á fjöll og keiðar. Dagana 26. —27. júlí, var sagður kviðsnjór á Breiðdalskeiði vestra. Suma dagaua var hitinn fádæma lítill, um það leyti árs; oft ekki nema 3- -6° C. Einna minstur mun hann hafa orðið 25. júlí. £>á var hann aðeins l1/,,0 C. á Grímsstöðnm á Ejöll- urn. —- Töðubrestur varð alstaðar nokkur, og sumstaðar mikill. Munaði það víða J/4—2/5, sem töð.ur urðu minni eu talið er að vera í meðal ári. Útjörð, einkum mýrar, spruttu skárr, og sumstaðar sæmilega. Nýting á heyjum varð misbrestasöm. Sunn- anlands var hún góð, og keyskapur yfir höfuð víða undir það í meðal lagi, að minsta kosti í niðursveitum Árnessýslu og Raugárvaílasj’dlu, og í Borgarfirði. — En norðaulands, svo og vestau og austan lands, mun heyaflinn hafa orðið með rýrara móti. Gengu þar óþurkar framan af sumrinu og hröktust töður manna alment. t)m miðjan ágúst gerði samt þurk, og náðu þá flestir inn því, sem þeir áttu úti. í Húnavatnssýslu og víðar gerði hvassviðri inik- ið í september, og olli það tilfinnanlegum hey- sköðum. Þrátt fyrir kuldann og sprettuleysið byrj- uðu þó sumir snemma að slá. — I Mýrdalnum báru þeir fyrstu niður 24..—26. júní, eða um 10. sumarhelgina. í Ólafsdal var byrjað að slá um mánaðarmótin júní og júlí. Á Pellseuda í Dölum var borið niður 3. júlí, Meðalfeíii í Kjós 8. júlí o. s. frv. Á Krossastöðum á Þelamörk voru túnin alhirt 9.—10. júlí. Smátt og smátt fjölgar þeim er taka upp þann góða sið, að verka vothey eða súrliey. Voru þeir mun fleiri, er það gerðu í sumar er leiðr en að undanförnu. Eram að þessu hafa ekki gert það nema einstaka menn, mest einn og tveir í sveit, og i mörgum sveitum enginn. Eu í sumar vissi eg um ekki svo fáa, er byrjuðu á því, einkum hér sunoanlands. Munu þeir vafalaust halda því áfram eftirleiðis. Elestir,. ef ekki allir, sem hafa reynt það að undanförnu láta vel yfir því. Telja það vandalítið og lofa mjög hvað heyið étist vel. Sumir fylgja þeirri reglu að húa til súrhey, jafnvel hvernig sem viðrar, og álfta að það borgi sig ágætlega. Þeim þykir ómissandi að eiga það, og gefa það kúnum. — Ættu menn alment að taka upp þessa heyverkunaraðferð, og búa sig undirþað nú í vor, fyrir sláttinn. Haustið var gott, stillur og veðurblíða alla jafna. Og sú veðurblíða hélzt að heita mátti fram að áramótum. Uppskera úr görðum var fremur rýr vfða að þessu sinni, og sumstaðar brást hún svo að segja alveg. Ollu því kuldarnir, sem gengu um vorið og fram eftir öllu sumri. Fénaðarhöld voru alment góð þetta ár, og og sauðburður hepnaðist vel, að kalla mátti,

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.