Freyr - 01.01.1912, Side 11
FREYR.
5
alstaðar. En verkin, sem unnin höfðu verið
þarna í hrauninu, og umgengni öll heima við,
«ru sjaldsénari gestir.
Klambrar eru 12,6 hundruð að nýju mati,
en 20 hundruð að fornu raati. Það virtist mér
há virðing. Presturinn að Grenjaðarstað í þá
tíð, hefir líklega fremur stutt að því en hitt,
að virðingin varð svona há á Klömbrum, eins
•og yfir höfuð á kirkjujörðunum þarna í grend-
inni við staðina. Annars hefir einhver getið
þess við mig, að jörðin hafi verið í niðurníðslu,
er Jón kom þangað. — Hann hefir nú búið
þar yfír 30 ár, og bætt jörðina rnikið; unnið
þar hveit þrekvirkið á fætur öðru. Túnið hefir
hann aukið og sléttað. En þar hefir verið við
ramman reip að draga, því það var afar grýtt.
En þrátt fyrir það eru sumar slétturnar í því
einhverjar þær fallegustu, sem eg hefi séð.
Garður er um alt túnið, hlaðinn úr hraun-
grjóti, og sléttað inn af honum víða, Er hann
amikið mannvirki og prýðilega gerður. Pyrstu
árin Jóns fengust 18—20 hestar af túninu. í>að
■er um 8 dagsl. (rúmir 2,5 hektarar), og hafa nú
síðustu árin fengist af því nálægt 150 hestar.
l>að eru 19 hestar af dagsláttunni. Er það
óvanalega mikið, og ber vott um, að túnið er
vel hirt í alla staði. •— Vorið 1909 færði Jón
út túnið um 2 dagsl. og mun sá viðauki nú
vera kominn í rækt.
Neðan við hraunið, skamt frá túninu eru
engjarnar. Voru þær áður undirorpnar ágangi
fénaðar, eins og gengur, og spruttu ekki vel.
Jón tók sig þá til og girti þær með gripheld-
um grjótgarði, og veitti á þær vatni úr Laxá.
Pær hann nú af þessum engjabletti um 350
hesta til jafnaðar.
Peningshús öll eru til þess að gera nýlega
bygð, og vel gerð að veggjum og viðum. Bæj-
arhúsin sömuleiðis. Pjárhúsin eru reisuleg,
rúmgóð og björt, og hlöður við þau. — Öll eru
verk Jóns einkar vönduð og myndarleg, og um-
gengni utan húss og innan sönn prýði.
Jón hefir einlægt verið leiguliði á kirkju-
jörð, þar til 1910, að hann fékk jörðina keypta,
og orðið að húa við slæman og dýran leigu-
mála. Lengst af hefir hann verið einyrki. Að-
ur en hann byrjaði húskap var hann vinnumað-
ur. Efnin voru lítil þegar gengið var út í bú-
skapinn, því vinnumannskanpið var lægra í þá
daga heidur en gerist nú. En búskapurinn
hefir gengið betur en vænta hefði mátt, og
blessast vel. Með óþreytandi iðjusemi og nýtni
hefir honum hepnast að koma upp álitlegu
búi, þrátt fyrir ómegð og mikinn kostnað. Hefi
eg það eftir Guðmundi á Sandi eða einhverjum
öðrum góðum manni, að á Klömbrum sé um
eða yfir 200 fjár. — Börnin eru 7, ef eg man
rétt, öll uppkomin og myndarleg.
Margur kemur að Klömbrum, og öllum
veittur beini. £>ykir ógiftum yngissveinum ekki
krókur að leggja leið sína þar um, er þeir eiga
ferð um dalinn, og skilja þeir ástæðuna til þess,
sem kunnugir eru þar nyrðra. — En þess vil
eg óska hinum mannvænlegu dætrum Jóns
gamla, að eigi hreppi þær lakara gjaforð en
móðir þeirra hlaut. Þá er þeim borgið.
Jón hefir aldrei, svo eg viti, hlotið neina
viðurkenningu fyrir dugnað sinn og starfsemi.
Hefir hann þó til þess unnið mörgum fremur.
— En því miður hefir það til skamms tíma
viljað brenna við, að einyrkinn verður útundan
þegar verðlaunum er útbýtt. Dagsverkatalan
ein látin ráða of miklu, og ekki tekið nógu
mikið tillit til annara verðleika, og heimilis-
ástæða. Sérstaklega er þess ekki gætt sem
skyldi að miða verðlaunin við það, að öðru
jöfnu, livernig jarðabœturnar eru gerðar og af
hendi leystar. — Það er ástæða til að taka það
til greina frekar en gert hefir verið að undan-
förnu.