Freyr - 01.01.1912, Blaðsíða 15
FREYR.
9
maðurinu, og fylgt þar dyggilega hinni göfugu
lífsreglu, að vinna á meðan dagur er.
Árið 1885 hlaut Loftur verðlaun úr Styrkt-
arsjóði Kristjáns konungs 9. fyrir framúrskar-
andi dugnað í húnaði.
7. Rakúel Ólafsson í GuMaugsvík í Stranda-
sýslu. — Hann er ættaður vestan af Snæfjalla-
strönd. — Ólst þar upp í fátækt, og átti við
erfið kjör að búa fram eftir æfinni. Seinna
fluttist hann að Skálholtsvik í Strandasýslu til
Jóns óðalsbónda Pórðarsortar, mesta jarðabóta-
manns. Vann hann hjá honum að sumrinu, en
stundaði róðra að vetrinum. Hjálpaði Jón hon-
um til þess að ná í Guðlaugsvík, og byrjaði
hann búskap þar, vorið 1892. Hann var þá
mjög efnalítill, en efnin jukust skjótt. Brátt
byrjaði hann á því að bæta jörðina. Hafði hún
áður verið illa setin, og var niðurnídd. 011
hús komin að falli, og túnið í órækt. Fengust
af því 60 hestar er hann kom þangað. — Tún-
ið hefir hann girt og mikið land annað, sem
er innan girðingarinnar. Það er girt með gadda-
vír, og álnar-garður hlaðidn undir vírinn. Girð-
ingin öll er um 1000 faðma (1900 metrar), og
vel vönduð. Landið innan hennar er nálægt
90 dagsláttur, eða tæpir 29 hektarar. — En
túnstæðið er afarslæmt, mest alt gróðurlaus
melur. Hefir hann varið miklu í það að græða
upp melinn, en gengið illa. Elutt á hann jarð-
veg — mold og rof — með miklum erfiðis-
munum, en eigi að síður miðar gróðrinum seint
áfram. Veldur því, hvað jarðvegurinn er grunn-
ur, og að melurinn liggur hátt og er áveðurs.
En þrátt fyrir alt, hefir honum þó tekist að
bæta svo gamla túnbleðilinn og auka við hann,
að nú fást þar um 250—260 hestar af töðu.
Áburðarhirðingin er og í góðu lagi, en áburð-
urinn er hvergi nærri nógur. —
Jarðarbætur hans, nema árin 1901—1910,
nálægt 1000 dagsverkura. í>að er að vísu ekki
eins mikið, og einstaka menn hafa unnið á sama
tíma. En hins er hér að gæta, að það er veru-
lega erfitt til túnbóta og ræktunar í Guðlaugsvík,.
eins og yfirleitt vfða í Strandasýslu. Hann
hefir einnig bygt upp öll hús á jörðinni. Þar
á meðal íbúðarhús úr timbri, 15X10 álnir, með
kjallara undir, hlöðnum úr grjóti. Kostaði það
um 3000 kr. Hlöður hefir hann reist fyrir
allan heyaflann, og eru tvær þeirra með járn-
þaki. -— Allur frágangur á verkum hans er
hinn vandaðasti, og umgengnin eiukar snyrtileg.
Rakúel er rúmlega sextugur. Hann er enn
ern og starfsþolið mikið. Honum hefir búnast
vel, og má nú kallast efnaður maður. Jörðina
hefir hann keypt, kostaði hún 2600 kr., og mun
nú langt kominn með að borga hana. Hann á
fallegt bú, og er annar fjárauðugasti maðurinn
þar í sýslunni. Hann tíundar um 20 hundruð
í lausafé. Alt þetta hefir hann grætt á tæpum
20 árum. — Hann býr í þjóðbraut, og koma
næstum allir til hans, er um veginn fara. Segii'
það sig þá sjálft, að þar muni góðu að mæta,
enda mun enginn bera brigður á það, er kom-
ið hefir að Guðlaugsvík, í tfð Rakúels.
Eins og áður er getið, var jörðin í niður-
níðslu og órækt, er Rakúel kom þar, og þótti
lítið til hennar koma. En nú er hún komin í
álit, og talið margt til gildis. Skiftir um hver
á heldur. — Þess er að vísu að geta, að jörð-
inni fylgir reki og dálítil kópaveiði. Eu þessi
„herligheit“ fylgdu jörðinni áður, en þeirra
gætti þá minna. Rakúel hefir með dugnaði
sinum og starfsemi bætt jörðina mikið, grætt
fé á henni, og aukið heuni álit. — Börn á hann
2 á lífi, uppkomin og farin frá honum fyrir
löngu, og 3 börn vandalaus er hann að ala upp.
Úr Ræktunarsjóði Islands hefir Rakúel tví-
vegis hlotið verðlaun, árin 1902 og 1910.
8. Sigurður Guðmundsson á Helgafelli í
Svarfaðardal í Eyjafjarðarsýslu — Helgafell er
lítið kot, bygt fyrir mörgum árum úr Syðra-
Holti. Það fýrirfinst ekki í Jarðamatsbókinni,