Freyr - 01.01.1912, Side 8
2
FREYR
ingarnir eru góðir með öðru góðu, en einhlýtir
eru þeir ekki. Starfsemi, þrautseigja, iðni og
atorka hvers einstaks, ráða mestu um það, hvað
eftir manninn liggur. Þessar dygðir eru heilla-
dýsir bóndans.
J?að er jafnan mikils um það vert, að menn
geri jarðabætur, og styðji með því að ræktun
landsins. Það er aldrei virt svo sem verðugt
er. En mesta aðdáun vekur það, þegar efna-
litlum einyrkjum tekst að gera hálfgerð eyði
og óræktarkot að blómlegum býlum. Þá má
og taka það með í reikninginn, hvernig jarðar-
bæturnar eru af hendi leystar. JÞað á ekki sam-
an nema nafnið, hver jarðabótin er. Yel gerð-
ar jarðabætur eru einhver fegursti ávöxturiðju
og atorku. Og eigi gefur að Jíta veglegri minnis-
varða en þann, er menn hafa reist sér sjálfir
með traustum og myndarlegum jarðabótum.
Þeir sem það gera og hafa gert, verðskulda,
að þeirra sé rninst, svo verk og athafnir þeirra
verði sem flestum kunnar. Dæmi slíkra manna
eru leiðarljós öldum og óbornum.
TTT.
Sumir eru svo skapi farnir, að þeir ímynd-
sér, að alstaðar, jafnvel hvar sem er á hnett-
inum, sé betra að vera en hér. Hvergi sé annar
eins kuldi á bygðu bóli, og úrkoman hér meiri
en dæmi séu til í nokkru landi. Hér sé sífelt
strit og strið, en þrátt fyrir það, hafi menn
hvorki í sig eða á. Jarðvegurinn íslenski sé
afar ófrjór, og það borgi sig ekki að gerajarð-
arbætur.
Líklega eru þeir ekki ýkja margir, sem
þannig hugsa; því fer betur. Og vitanlega
þekkja þessir menn Jítið eða ekkert til hvern-
ig ástandið er í öðrum löndum eða heimsálfum.
— Hinu neitar enginn, að hér sé við ýmsa erf-
iðleika að striða. — En
„þar sem við ekkert er að stríða,
er ekki sigur neinn að fá.“
Dæmi þau sem nefnd verða hér á eftir
sýna bezt og sanna, að þessar bölsýnisskoðanir
hafa ekki við nóg rök að styðjast. Dæmin eru
tekin af mönnum og heimilum til og frá á
landinu. Þau sýna betur en nokkuð annað,
hvað dugnaður, samfara iðni og þrautseigju fær
miklu áorkað. Og þau sýna einnig, að íslenski
jarðvegurinn er ekki eins ófrjór og sumir telja
sér og öðrum trú um, og að það borgar sig að
gera jarðarbætur. Að öðru leyti skal það tek-
ið fram, að mennirnir, sem dæmin geta um, eru
engir burgeisar í efnalegu tilliti, og hafa aldrei
verið það. Þeir byrjuðu búskap, sumir efna-
lausir og aðrir við lítil efni. En þann vitnis-
burð eiga þeir allir sameiginlegan, að þeir hafa
lagt sérstaka stund á að bæta ábýli sín, og
gert það með afbrygðum. — En þó að þess-
ara manna sé hér minst sérstaklega, þá er það
ekki af því, að þeir séu hinir einu, er komið
geti til greina f þessu sambandi. Þeir eru
vitanlega miklu fleiri, sem líkt er ástatt um,
þótt þeirra sé ekki getið að þessu sinni.
Ef einhverntíma yrði stofnað hér til heim-
sóknarferða, líkt og á sér stað i Danmörku og
víðar meðal grasbýlisbændanna þar, í þeim til-
gangi að hvetja menn til framtakssemi og dugn-
aðar, þá ætti umfram alt að heimsækja minní
heimilin, þar sem eittkvað er að sjá og lœra.
Meðal þeirra verða þau heimili, sem hér verð-
ur getið.
IV.
Víkur nú sögunni að þeim mönnum, er eg
hafði hugsað mér • í þetta sinn að minnast k.
Verða þeir nefndir eftir stafrófsröð, og er þá
fyrstur þeirra:
1. Árni Högnason í Görðum í Mýrdal í
Vestur-Skaftaíellssýslu. — Undir eins og kom-
ið er heim að Grörðum, sér maður, að þar er
öll umgengni betri en alment gerist. Túnið er
slétt og girt með laglega gerðum grjótgarði, og