Freyr

Volume

Freyr - 01.01.1912, Page 19

Freyr - 01.01.1912, Page 19
rREYR. inu, Frey og Tímariti fyrir kaupfélög og sam- vinnufélög, nema Bcendaförin. Það er ferða- saga norðlenzku bændanna suður um land, sum- arið 1910. Eróðleg bók um margt, og skemti- leg aflestrar. — Og lýkur svo þessari frásögu. S. S. Vötnin í Rangárvallasýslu, Erá ómunatíð hafa þau verið háð þeim á- lögum, ef svo mætti segja, að bylta sér til og breytast á ýmsum timum, og gjöra jarðspjöll. Aðalvatnið er þessu veldur og hefir valdið, er hið nafnkunna Markarfljót. Yatnið í því kem- ur úr Torfajökli, Eyjaijallajökli og fjöllunum þar í kring. Til forna er talið, að Markarfljót hafi runnið alt til sjáfar eftir svonefndum Mark- arfljótsfarvegi. Seinna á tlmum íór vatnið að skifta sér og leggjast í aðra farvegi og búa til nýja. Og eítir því sem tímar liðu fram virðist svo, sem þessi breyting hafi orðið áhrifameiri og jarðspjöllin stórfeldari. Á seinni tfmum hefir Markarfljótsvatnið skift sér, ofarlega í dalbotninum í dal þeim, er gengur inn á milli Eyjafjallanna annarsvegar og Eljótshlíðarinnar og Þórólfsfells á hina hlið- ina. Gamli Markarfljótsfarvegurinn er austast- ur, þá Álarnir, Affallið og Þverá vestast. En mjög er'það mismunandi, hvað vatnið er mikið í hverjum þessara farvega á ýmsum tímabilum. Undanfarin ár hefir meginhluti vatnsins legið í Þverá, og valdið miklum skeindum. Þessi breyting á vötnunum orsakast af framburði þeirra. Þau flytja með sér ofan úr fjöllunum og jöklunum mikið af möl, sandi og leir, og bera undir sig. Af þessu leiðir, að far- vegurinn hækkar smátt og smátt og fyllist. JÞegar farvegurinn er orðinn jafn hár landinu í kring eða hærri, ryðst vatnið úr honum og 13 gerir sér nýjan farveg, eða legst í eldri farvegiý sem þá liggja orðið lægra. Stafa af þessu spjöll og skemdir á landi. Yanalega er meira og minna vatn í öllum þessum áðurnefndu farvegum, en aðal vatns- megnið liggur þó mest i einum þeirra eða tveim- ur, vissan áratíma. — Eyrir tæpum 20 árum, var meginhluti vatnsins í sjálfum Markarfijóts- farveginum. En um 1893 fór það að kasta sér meira vestur á bóginn, í Álana og Affallið. Ár- ið 1896 kom hlaup í Markarfljót, og lagðist þá vatnið alfarið í vestri farvegina og mest í Þverá. Síðan hefir langmestur hluti vatnsins verið í Þverá, og sum árin að öllu leyti. Hinsvegar hefir mjög litið vatn verið í Markarfljóti þetta tímabil. Síðustu árin hafa einnig Álarnir ver- ið svo að segja þurrir; sama er að segja um Affallið. En af vatnavextinum í Þverá hafa Ieitt miklar skemdir og landspjöli. Mest hafaland- spjöllin orðið i Vestur-Landeyjahreppi, Eljóts- hlíð og Ásahreppi í Holtum. Árið 1904 braut Þverá sig gegn um austurbakkann, og vatnið flæddi inn á Yestur-Landeyjarnar eftir svonefnd- um Valalæk. Tók þá af 10—12 jarðir í þeirri sveit, þar á meðal Skúmstaði. Skömmu síð- ar braut hún sig gegn um hakkann hjá Fróð- holti, og óx vatnið mjög við það, er flæddi inn á Landeyjarnar. — Var varið allmiklu fé, alt að 6000 kr., til þess. að hlaða í Valalækjarós- inn, en verkið ónýttist og ekki varð við neitfc ráðið fyrir vatni. Úr Þverá, ofan til á móts við Valalækinn,. liggur íarvegur til vesturs, neðan við Safamýri, og nefnist hann Djúpós. Ettir honum rennur mikið vatn úr Þverá. Veldur það vatnsfylli og bleytu í Safamýri, og gerir það ókleyft að stunda heyskap í henni neðanverðri. Er það mikill skaði, því engi er þar afargrasgefið og gott. Komið hefir til orða að hlaða í Djúpós, og með því vernda mýrina fyrir vatnságangi.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.