Freyr

Volume

Freyr - 01.01.1912, Page 16

Freyr - 01.01.1912, Page 16
10 FÍÍE YR. 'Og hefir þá kotið, þegar hi’m var samin, annað hvort ekki verið til, eða það hefir verið þurra- búð. Nú mun það talið kringum 4 hundruð að dýrleika. Sigurður hefir húið þarna rúm 20 ár. Þog- ar hann kom þangað var kotið lítils virði. Sagt er, að fyrsta árið þar, hafi hann fengið 7 hesta af túninu. Hann sá skjótt, að ætti hann að geta verið þarna, þá hlaut hann að reyna að homa túninu til, og auka það. Og á þvíhyrj- aði hann strax fyrstu árin, og hefir haldið því áfram síðan, fram á þennan dag. Hefir lionum tekist með elju siuni og ástundun að húa til fallegasta tún. Slétturnar í því eru prýðilega gerðar og vel vandaðar. Túnið sjálft mun vera orðið um, eða alt að 8 dagsl. að stærð, eða 2,5 hekt. Eást nú af því, eftir kunnugra raanna sögn, um 100—120 hestar, eða 13—15 hestar af dagsláttunni. Aburðurinn er hirtur vel, og ;alt nýtt, er gera má að áburði. — Túnið er girt, sumpart með skurði, urn 200 f'aðma og sumpart með 5 þættum gaddavír, 520 faðma. Verður girðingin þá öll um 850 inetra. Inuan girðingarinnar er og mikið land óræktað, sjálf- sagt annað eins eða meira en það, sem þegar er orðið að túni. Þar sem girðingin var færð út, núna fyrir fám árum, hefir hann sléttað og grætt upp nokkurra faðma breiða mön, meðfram henni að ofan og sunnan. Mönin þessi er eius- konar framtíðar takmark. iPað er eins og Sig- urður gamli hafi með henni sett sér það fyrir, eða þeim sem eftir hann kemur, að slétta og græða út óræktarmóann og mýrina, sem aðskil- ur túnið og grænu reinina upp við girðinguna. Óvíst er að honum endist aldur eða heilsa til að gera það. En þeim sem fær kotið eftir hann, ætti ekki að vera það ofvaxið. Síðustu 6 árin hefir Sigurður aukið túnið og sléttað um 3 dagsl. eða 1 hektara. En ár- in 1901—1909 vann hann að jarðarbótum ná- lægt 800 dagsverk. Er það mikið verk, eink- um þegar þess er gætt, að hér á í hlut fátækur einyrkji, og barnamaður á leigukoti. Sigurður er JÞingeyingur að ætt og upp- runa. Hann er tvíkvæntur, og hefir átt fjölda barna. Seinni kona hans er mjög heilsulítil, og sjálfur er hann fremur veikbygður. Hann hefir aldrei róið eða stundað sjó, og er þó út- ræði þarna í nágrenni við hann, frá Dalvík eða Böggversstaðasandi. Hugur hans hefir allur ver- ið til landsins og við býlið sitt, að bæta það og prj'ða. Hann hefir lifað fyrir það, og unn- ið að því eftir megni að gjöra þessa ábúð byggilega og lífvænlega, fyrir sig og sína. Og það virðist, að honum hafi tekist það. En það hefir kostað hann mikla fyrirhöfn, iðni og orku. Helgafellstúnið er nú eitt með fallegustu tún- unura í Svarfaðardalnum, og vantar þó ekki, að mannshöndin hafi prýtt þar margan blettinn. Verðlaun úr Ræktunarsjóði íslands hefir Sigurður hlotið í tvö skifti, árin 1906 og!911. Hér hefir nú verið getið nokkurra þeirra manna, er sýnt hafa sjaldgæfan dugnað í jarða- bótura, og öðrum framkvæmdum. Ýmsa fleiri mætti nefna, sem líkt er ástatt um, en það verð- ur að bíða að þessu sinni. Þessir menn, er hér hafa verið nefndir, eiga allir óskilið mál um það, að þeir byrjuðu búskap mjög efnalitlir og sumir algerlega efnalausir. En allir hafa þeir í raun og veru lagt stórfé í það að bæta ábýli sín, sem þeir hafa tekið við f niðurniðslu og órækt. Sýnir þetta og hinsvegar, að hægt er að græða fé á búskap hér á landi. Um verk þeirra er það og einmælt, að þau séu afbragðs- vel vönduð og myndarleg, og sönn fyrlrmynd að öllum frágangi. Dœmi þessara manna eru lærdómsrík og eiga að vera öðrum tilfyrirmyndar ogeftirbreytni. Sigurður Sigurðsson.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.