Ljósmæðrablaðið - 01.12.1982, Side 8
88
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
hægt að horfa fram hjá því að lífeðlisfræðilegir þættir spila mikið
inn í, samanber hina auknu vakaframleiðslu á meðgöngu. Gott
dæmi um þetta er P-pillan, sem talin er geta valdið þunglyndis-
köstum. Geðbilun er mjög óalgeng á meðgöngu, jafnvel sjaldgæf-
ari en hjá óþunguðum konum i sama aldurshópi. En alvarlegir
geðrænir sjúkdómar (geðveiki) hafa tilhneigingu til að koma fram
rétt eftir fæðingu. Kæti og þunglyndis-geðsveiflur
(Maniodepressiv psykosa) og geðklofi (skizofreni) eru algengari
meðal kvenna rétt eftir fæðinguna, en meðal kvenna í sömu
aldurshópum. Þessar sinnisbreytingar einkennast vanalega af
ranghugmyndum um barnið og fæðinguna. Oft halda þær að
barnið hafi dáið eða skipt hafi verið á barni, eða þessi fæðing hafi
eyðilagt möguleika þeirra á því að verða ófrískar aftur.
Þessar geðsveiflur byrja gjarnan á fyrstu viku eftir fæðingu.
Horfur í þessum geðveikiköstum eru betri en undir öðrum kring-
umstæðum, þó getur þessi sjúkdómur verið langvarandi, sérstak-
lega ef hann hefur einkenni geðklofa.
Eftir könnunum að dæma, virðast þær konur sem verða
geðveikar og sýna meiri einkenni, ná sér betur eftir á, en þær sem
minni einkenni sýna.
Meðhöndlunin er sú sama og í öðrum tilfellum, en það er einnig
nauðsynlegt að meðhöndla þessar konur með andlegri aðhlynn-
ingu. Hræðsla og verkir eru alltaf samtengd og segja má að for-
eldrafræðsla hafi geðverndandi áhrif bæði um meðgöngutímann,
í fæðingunni og sængurlegunni. Gott er að upplýsa hina verðandi
foreldra um gang fæðingar og það sem gerist eftir að komið er inn
á fæðingastofnun. Nauðsynlegt er að kenna konunum öndunar-
æfingar og slökun, og fræða þær um breytingar sem verða á
líkamanum, t.d. brjóstum o.fl. Ráðleggja heilbrigt matarræði og
gefa fræðslu um þarfir hins nýja einstaklings. Þessi geðverndandi
þáttur mæðraverndar nær bestum árangri ef sú ljósmóðir sem
frætt hefur konuna á meðgöngu er líka viðstödd fæðinguna, en af
skiljanlegum ástæðum er þetta yfirleitt óframkvæmanlegt nema á
litlum fæðingarstofnunum. Þar af leiðandi er nauðsynlegt að
sama ljósmóðirin og nemi séu með konuna alla vaktina, til að geta
náð sem bestu sambandi við hana. í könnunum er þvi lýst að kon-
um finnst fæðingin ekki eins sársaukafull hafi þær náð góðu sam-