Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1982, Side 10

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1982, Side 10
90 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Hér á eftir fara tvö erindi, flutt af Benedikt Sveinssyni lækni og Jónínu Ingólfsdóttur Ijósmóður á ráöstefnunni, sem haldin var í maí sl. um mæðravernd og nýburaþjónustu. Benedikt Sveinsson, aðstoðarlæknir Kvennadeild Landspitalans: Notkun lyfja, áfengis og tóbaks á meögöngutíma Á hverju ári streymir fjöldi nýrra lyfja inn á markaðinn. Læknatímarit eru full af glæstum lyfjaauglýsingum. Bréfalúgur og skrifborð lækna eru hlaðin bæklingum um gömul lyf og ný. Lyfjafyrirtækin keppast um að koma lyfjum sínum á framfæri, og er þar engu til sparað. Lyfin renna líka út. Um það sjá kvillar mannanna. Hver sér ekki fyrir sér biðstofu fulla af kvartandi fólki, og læknir í tíma- hraki og hálfgerðu úrræðaleysi, rétta lyfseðil yfir borðið. Já, svona gengur það fyrir sig. Við treystum, að þær upplýsing- ar, sem við höfum um lyfin og okkar cliniska mat sé rétt. í þessu trausti ávísum við lyfjum. Stundum með árangri, en stundum miður. En erum við alltaf nægjanlega meðvituð um, á hvern, eða hverja við ávísum lyfjum? Hafið þið hugleitt, að í hvert skipti, sem lyfi er ávísað á konu á frjósemisskeiði, er sá möguleiki fyrir hendi, að hún sé ekki ein um neysluna. Hafi ykkur láðst að spyrja um seinustu tíðir og ganga úr skugga um, hvort hún sé eða geti verið ófrísk er vá fyrir dyrum. Því að um lyf og fóstur gilda aðrar og flóknari reglur en um fullorðna. Saga rannsókna á þessu sviði er órtúlega stutt. Allt fram til ásins 1940 var það trú manna, að fóstrið væri dyggilega verndað í

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.