Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 13

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 13
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 93 Sambandið milli reykinga móður og fósturláta, lágrar fæðingarþyngdar, styttri barna, dauða barna rétt fyrir, í og eftir fæðingu, fyrirburðafæðinga, fylgjuloss, fyrirsætrar fylgju, snemmkomins vatnsmissis og lélegri Apgars. Perinatal dauði virðist í hlutfalli við það magn sem reykt er. Að öðrum forsendum jöfnum (aldur, barnafjöldi, kynstofn, félagsaðstæður) er 20% meiri hætta á perinatal dauða hjá þeim sem reykja 5=1 pakka á dag og 36% hjá þeim sem reykja pakka á dag. Vitað er að tíðni hjartagalla hjá fóstrum stórreykingakvenna er tvöfalt meiri en hjá þeim sem ekki reykja. Allt að 10% blóðrauða þessara barna er bundið carboxy-efnum, sem þýðir minni súrefnisflutning hjá fóstrinu, sem að sjálfsögðu táknar hættuástand. í ljósi þessa er það skylda okkar læknanna, að hvetja ófrískar konur, ekki aðeins til að draga úr reykingum, heldur hætta þeim með öllu meðan á meðgöngu stendur. Þær konur sem neyta 600 mg caffeine á dag, hafa hærri tíðni fósturláta og fyrirburðafæðinga. Þeir sem drekka mikið kaffi neyta allt að 1—3 gr á dag. Um ávana- og eiturlyf á borð við hass og LSD er erfitt að dæma, þar sem þær konur, sem neyta þessara lyfja hafa og eða taka fleiri lyf og efni samtímis. LSD er þó talið teratogen. Sýklalyf Fá lyf eru trúlega gefin ófriskum konum jafn oft og sýklalyf, alla vega í byrjun meðgöngu. Öruggast þessara lyfja er Penicillin og skyld sambönd, Ampicillin, Amoxil og Cloxacillin. Enda þótt þessi lyf komist auðveldlega í gegnum fylgjuna yfir til fóstursins, hefur ekki tekist að sýna fram á nein slæm fósturáhrif, og ætti Penicillin eða Ampicillin að vera sýklalyf nr. 1, 2 og 3 hjá ófrísk- um konum. Ef um Penicillinofnæmi eða svæsnar sýkingar er að ræða má nota Erythromycin, Cefalosporin, Centamycin eða Colistin í stuttan tíma. Einnig er Nitrofurantoin talið skaðlaust við minni háttar þvagsýkingum. Sýklalyf sem hins vegar ekki má nota á meðgöngu eru: Öll Tetracyclinafbrigði, er þau hafa slæm áhrif á bein- og tann- gerð, geta valdið cataracta hjá fóstri og leitt til lifrar- og nýrna- sjúkdóma hjá móður.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.