Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1982, Qupperneq 15

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1982, Qupperneq 15
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 95 aukið á verkun sterkari verkjalyfja sem notuð eru við sjálfa fæðinguna. Nýrnaskemmdir hafa komið fram hjá börnum mæðra sem neyttu mikils af Paracetamoli (Panadil-acetoaminophen) á með- göngu og er lyfið því varhugavert. Indometazin er prostaglandin mótvaki eins og Aspirin og var einu sinni reynt til að koma í veg fyrir fyrirburðarfæðingar. Útkoman var slæm og dauðatalan há, en börnin reyndust hafa pulmonary háþrýsting þegar lyfið var gefið skömmu fyrir fæðingu. Geðlyf Ekki mun mikið um að ófrískar konur noti geðlyf á síðari hluta meðgöngu nema ríkar ástæður liggi að baki. Hins vegar má ætla að ýmiss byrjunareinkenni óvitaðrar meðgöngu kalli á róandi, kvíðastillandi eða þunglyndislyf og verðum við læknar alltaf að vera vel á varðbergi í þessum efnum. Mest notuðu lyfin eru eflaust Benzodiazepam og skyld sambönd. Þau eru talin Teratogen. Hjá börnum mæðra sem taka þessi lyf er hærri tíðni á klofinni vör og góm og miðtaugakerfis- göllum. Sé lyfið tekið á síðari hluta meðgöngu, má búast við erfiðari fæðingu, vesælli börnum, sem þarfnast endurlífgunar og langvinns eftirlits en slappleiki (hypotonia) getur varað í allt að 9—12 mánuði eftir fæðingu. Skjót fráhvarseinkenni geta og kom- ið fram skömmu eftir fæðingu, þau lýsa sér með krömpum, óróa, hækkuðum blóðþrýstingi og kröftugum reflexum. Þessi einkenni geta varað vikum saman. Tricyclisk þunglyndislyf eru talin lítið teratogen og er því full- réttlætanlegt a gefa þau á meðgöngu, séu cliniskar ástæður fyrir hendi. Þau leiða hins vegar stundum til vanda eftir fæðingu, sem lýsir sér með öndunarerfiðleikum, bláma, óróa og sogvandamál- um. Einnig geta þau eins hjá fullorðnum leitt til þvagteppu. Fentiazin (Chlorpromazin og skyld efni) gefin á meðgöngu geta leitt til extrapyramidaleinkenna hjá nýburum, sem geta varað í allt að 9 mánuði. Þessi lyf eru eins og tricyclisk þunglyndislyfin ekki talin teratogen. Notkun barbitursyra eru nú mjög á undanhaldi. Þessi lyf eru ekki talin teratogen og hafa tiltölulega lítil áhrif á fóstrið, til

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.