Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1982, Qupperneq 18

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1982, Qupperneq 18
98 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ vegar er meðfædd skjaldkirtilsstækkun eða vanstarfsemi á skjald- kirtli vel þekkt hjá nýburum mæðra, sem tekið hafa and-skjald- kirtilslyf og joð-sambönd á meðgöngu. Thiourea-lyfin eru mikið notuð gegn ofstarfsemi skjaldkirtils á meðgöngu. Þessi lyf komast greiðlega í gegnum fylgjuna og leiða til vanstarfsemi skjaldkirtils hjá fóstrum, sem síðan leiðir til skjaldkirtilsstækkunar (compensatory goiter). Hægt er að fyrirbyggja kreatinismus hjá fóstrum með góðu eftirliti móður og eins lítilli gjöf lyfsins eins og framast er unnt. í flestum tilfellum eru börn þessara mæðra eðli- lega greind og hæð og beinaldur í lagi sé framangreindum ráðlegg- ingum fylgt. Þessi lyf eru talin litlir teratogenar. Ólífrænt joð (óbundið) hefur verið notað til lækningar á skjaldkirtilsofstarf- semi og eins sem slímlosandi efni í hóstasaft. Það kemst auðveld- lega í gegnum fylgjuna, getur valdið risastækkun á skjaldkirtli fóstra og leitt til kreatinismus. Geislavirkt joð er stranglega bannað að gefa ófrískum konum vegna hættu á kreatinismus hjá fóstrum. Þau lyf sem notuð eru gegn sykursýki, Insulin og lyf til inntöku er erfitt að meta, þar sem sjúkdómurinn sem þau eru notuð gegn er svo alvarlegur og hefur það víðtæk fósturáhrif. Almennt er þó talið að þessi lyf séu fóstrum hættulítil og mun hættuminni en sjúkdómurinn ómeðhöndlaður. Oxytocin (Syntocinon), heiladingulshormón, sem notað er til að koma af stað legsamdrætti eða örva hann i fæðingu, getur leitt til hyperbilirubinemi í stöku tilfella. Eins getur það valdið hríða- stormi og legbresti sé eftirliti með gjöfinni ábotavant. Blóðþynningarlyf Warfarin (Dicumarol) er vítamin-K andefni, sem leiðir til lækk- unar á storkuþáttum II, VII, IX og X. Það hefur lengi verið vitað að það kemst auðveldlega í gegnum fylgjuna. Skaðsemi þess fór smátt og smátt að koma í ljós upp úr 1960, er farið var að skipta um hjartalokur og setja sjúklinga á þetta fast eftir aðgerðir til að fyrirbyggja blóðsega. Síðan hefur fjöldi kvenna á þessu lyfi fætt börn. 1975 var svo lýst Dicumarol syndromi hjá nýburum mæðra á þessu lyfi. Lyfið er skaðlegt á öllum tímum meðgöngu. Heparin er á hinn bóginn risamolikúl, sem ekki kemst gegnum

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.