Ljósmæðrablaðið - 01.12.1982, Qupperneq 19
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
99
fylgjuna og er því eina blóðþynningarlyfið sem er réttlætanlegt á
meðgöngu.
Blóðþrýstingslyf
Það er nú ljóst að blóðþrýstingsmeðferð hjá þunguðum konum
með háþrýsting (essential hypertoni), fóstureitrun (pre-eclampsi)
gefur mjög góðan árangur, bæði hvað snertir móður og barn.
Hins vegar þarf að hafa margt í huga við notkun þessara lyfja. Á
kvennadeild Landspítalans er aðallega notað Apresolin og
Aldomet og í minna mæli Inderal.
Apresolin (Hydralasin) er ekki talið teratogen, og ekki talið
hafa nein áhrif á fóstrið. Það eykur blóðflæði um fylgjuna, sem
oft er skert við háþrysting eða fóstureitrun. Þessi verkun lyfsins
gerir það sérstaklega ákjósanlegt undir þessum kringumstæðum.
Helstu aukaverkanir lyfsins á móður eru hraður hjartsláttur,
svimi, höfuðverkur, sérstaklega ef lyfjagjöf er aukin of hratt.
Einnig ber að vera vel að verði gegn lupes líku syndromi, sem
konurnar geta fengið sé lyfið gefið i langan tíma.
Aldomet (Methyldopa) er kjörlyf við háþrýstingi á meðgöngu
og eins við fóstureitrun, ef Apresolin eitt sér dugar ekki. Það er
talið með öllu skaðlaust fyrir fóstrið. Helstu aukaverkanir þess á
móður eru sljóleiki, deyfð, saltsöfnun og hægðatregða. Coombs-
próf verður líka jákvætt hjá um 10—20% sjúklinga.
Inderal og skyld lyf hafa lítið verið notuð við háþrýsting í þung-
un hérlendis. Aðeins í stöku tilfella þegar um hefur verið að ræða
lífshættulegan háþrýsting eða fóstureitrun, hefur verið gripið til
lyfsins á síðari hluta meðgöngu á kvennadeild Landspítalans. Ný
yfirlitsgrein um þetta og sambærileg lyf virðist þó lofa góðu, en
frekari rannsókna er þörf. Uns frekari vitneskja liggur fyrir, er
mælt með því að þungaðar konur með háþrýsting á Inderalmeð-
ferð, séu settar á Aldomet í staðinn.
Þvagræsilyf (Thiazid og skyld sambönd) hafa mikið verið
notuð á meðgöngu til að losa konur við bjúg og eins til að lækka
blóðþrýsting eða koma í veg fyrir fóstureitrun. Nú er talið rangt
að gefa þunguðum konum þessi lyf, vegna þeirra truflana sem
verða á saltbúskap líkamans, og hins að orsök fóstureitrunar
virðist fremur of litill en of mikill vökvi í blóðrásinni. Einnig geta
þessi lyf orsakað blóðflögufæð hjá fóstrum.