Ljósmæðrablaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 22
102
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
Mikilvægi
brjóstagjafar
Erindi Jónínu Ingóifsdóttur
yfirljósmóður á Akranesi
flutt á ráðstefnunni í maí sl.
Brjóstagjöf er umræðuefni mitt. Ræði ég því hér á eftir aðal-
lega um þann sálræna styrk, sem ljósmæður og fleiri eiga og geta
veitt hinni verðandi móður. Nú á tímum hraða og tækni í okkar
yfirspennta þjóðfélagi finnum við hve mikil nauðsyn okkur er að
geta slakað á, og á það þá ekki sist við um hina verðandi móður.
Einn er sá þáttur í 40 vikna meðgöngu, og eftir fæðingu í sængur-
legu og eftir að heim er komið, sem ef til vill er ekk nógu mikill
gaumur gefinn, en það er brjóstagjöfin. Brjóstagjöf er eðlileg,
það gildir sem aðalregla, en samt sem áður getur hún verið undir
miklu sálrænu álagi. Staðfest er, þegar talað er um þyngdaraukn-
ingu hjá hinni verðandi móður, að hún verði að hafa aukaforða í
kílóavís að minnsta kosti 2—3 kíló, en ekki kunnum við ráð til að
meta hina sálrænu umframorku, sem konan þarf á að halda. Alla-
vega getum við ekki viktað hana. Þess vegna er það ekki síst okkar
hlutverk ljósmæðra og lækna, að veita sem bestar upplýsingar
hinni verðandi móður, svo að hún og fjölskyldan öll sé sem best í
stakk búin að takast á við hið mikla hlutverk sem henni er ætlað,
og hvernig gerum við það?
Jú, hér verður þó aðeins stiklað á stóru, og ekki hægt að fara út
í smáatriði, því tíminn er naumur: Við byrjum á mikilvægi
brjóstagjafar, líkamlega, hagkvæmnislega og tilfinningalega.
Gerum greinarmun á hvort talað er við frumbyrju eða fjölbyrju.
Forðum sektarkennd, ef konan getur ekki af óviðráðanlegum
ástæðum haft barn sitt á brjósti. Viðurkennum, að sumum
konum þykir vont að hafa barn á brjósti. Hvernig á að hirða
brjóst og geirvörtur sem best. Hvernig við örvum mjólkurfram-