Ljósmæðrablaðið - 01.12.1982, Side 27
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
107
2. Evrópuþing um fæðingafræði
og svæfingar og deyfingar
í fæðingu
Annað Evrópuþing um fæðingafræði og svæfingar og deyfing-
ar í fæðingu verður haldið í Rómaborg dagana 6.—9. apríl 1983.
Þingið verður haldið í Aula Magna” (Stóra fundarsalnum) í
Pontificia Universitas Urbania, Via Urbano VIII, 16, sem er á
Gianicolo hæðinni með útsýni yfir Vaticanið.
Þátttökugjald og innborgun á hótelkostnað og lokaveislu skal
greiðast í USdollurum. Látið banka sjá um að senda ávísun stíl-
aða á „Second European Congress of Obstetric, Anaesthesia and
Analgesia”.
Útfyllt þátttökueyðublað og þátttökugjald skal sendast til:
„Second European Congress of Obstetric
Anaesthesia and Analgesia”
c/o Wagons-Lits Turismo
Via Abruzzi 3
00187 ROME
ITALY
Fyrirlestrar verða haldnir á ensku, sem verður hið opinbera mál
þingsins.
Sérstök dagskrá verður á daginn fyrir maka þátttakenda og
kvöldprógram fyrir alla þátttakendur ásamt mökum, þar með
talin áheyrn hjá Páfa.
Frekari dagskipan, (tilhögun dagskrár) verður send þátttakend-
um. Þátttökugjald fyrir lokahóf verður 50 dollarar á mann.
Ráðstefnugjald er 300 dollarar fyrir þátttakendur, en 150 doll-
arar fyrir ljósmæður og sjúkraþjálfara og 60 dollarar fyrir maka.
Ef þátttaka tilkynnist eftir 31. des. bætast 20 dollarar við þátt-
tökugjald.
Vinsamlegast sendið útfyllt þátttökueyðublað sem fyrst og alls
ekki síðar en 28.02.82.