Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 9

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 9
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 9 fulltrúa L.M.F.Í. í Ljósmæðraráði og Evu S. Einarsdóttur, fulltrúa L.M.S.Í. í Ljósmæðraráði, að kanna á hvern hátt leyfisveitingar til ljósmæðra frá Heilbrigðisráðuneytinu hafa verið afgreiddar. Það hafði verið upplýst áður að það hafi verið gert á ýmsa vegu. Könnun þeirra sýndi, að frá gildistöku Ljósmæðralaga 28. maí 1984 hafa ljósmæður fengið starfsleyfi út á: 7. gr. reglugerðar nr. 547/1982 fyrir L.M.S.Í. 3. gr. Hjúkrunarlaga nr. 8,13. nóv. 1974 2. gr. Ljósmæðralaga nr. 67/1984 1. gr. Ljósmæðralaga nr. 67/1984, en það er það rétta. Er með ólíkindum að ráðuneytið skulu hafa afgreitt þessi leyfi svona. Því var það að formaður, varaformaður og meðstjórnandi L.M.F.I. fóru á fund Ingimars Sigurðssonar, lögfræðings í Heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, í lok janúar. Hann upplýsti okkur um að um mistök væri að ræða í ráðuneytinu, að ekki væri hægt að gefa leyfi til ljósmóðurstarfa nema skv. Ljósmæðralögum nr. 67/1984. Jafnframt sagði hann að ráðuneytið mundi leiðrétta þessi mistök. Munum við fýlgja þessu máli eftir og vonum að ljósmæður útskrifaðar eftir að lögin tóku gildi fylgi þessu einnig eftir, hafi þær ekki nú þegar rétt leyfi. Þetta er mikið réttindamál fyrir okkur, og lögunum ætlað að tryggja það, að ekki fari aðrar stéttir á starfssvið okkar í krafti annarra laga, t.d. hjúkrunarlaga. Ennfremur ættum við að minnast þess, að slíkum lögum er ekki bara ætlað að vernda starfs- réttindi og starfssvið okkar, heldur líka það að vernda skjólstæðinga okkar á þann hátt, að það fólk sem annast um þá hafi til þess réttindi og þekkingu. í sumar barst okkur til umsagnar ný mæðraskrá. Stjórnin vann að okkar mati allvel að því máli, og var öllum tillögum okkar sinnt. í september s.l. var L.M.S.Í. 75 ára. Af því tilefni lét stjóm L.M.F.Í. mála mynd af próf. Sigurði S. Magnússyni og færði skól- anum að gjöf. Myndina málaði Örlygur Sigurðsson, listmálari. I september s.l. var það svo að Magnea Karlsdóttir, sem geymt hefur fyrir okkur birgðir af Ljósmæðratalinu, seldi hús sitt og þurftum við þá að flytja bækurnar hið snarasta. Við fengum inni í húsnæði sem Guðrún G. Eggertsdóttir og maður hennar hafa yfir að ráða, en

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.