Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 18

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 18
18 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Samkvæmt nýjum heilbrigðisreglugerðum í landinu vofir sú hætta yfir, að ljósmæðrum fækki verulega á heilsugæslustöðvum, þ.e. mæðravemd og foreldrafræðslu ásamt eftirlit með móður og barni fyrstu 6 vikumar eftir fæðingu. Finnska ljósmæðrafélagið lætur þetta mál mjög til sína taka og vonast eftir góðum árangri. SVÍÞJÓÐ: Ljósmæður í Svíþjóð hafa nýlega verið skyldaðar til að tilkynna Clamydiusýkingar og vilja í framhaldi af því fá lyfseðilsréttindi til að ávísa viðeigandi lyfjum, en mikill skortur er á læknum í Svíþjóð. Þær hafa leyfi til að ávísa P-pillu í dag, en aðeins meðan þær vinna á göngudeildum þar sem þær annast eftirskoðun og foreldaráðgjöf. Ljósmæðramenntun í Svíþjóð hefur verið lengd um 10 vikur á pappímm, en fjárveiting fæst ekki, svo námið er í raun óbreytt enn. Starfsemi félagsins er lítil, þær gefa út blað sem kemur gloppótt út og halda ekki sjálfar námsdaga eða fræðslufundi. Launamál ljósmæðra hafa breyst. Þær höfðu áður 1 launaflokk fyrir alla með 8 þrepum, og fengu ekki hærri laun fyrir ábyrgð í starfí, aukna menntun o.s.frv. Nú em ákveðin lágmarkslaun síðan semur hver starfsmaður sjálfur við sinn vinnuveitanda um allar aukasporslur. Þær vildu koma á framfæri að mjög spennandi væri fyrir ljósmæður að fara á námsdaga við Vidarekliniken í Jáma, rétt utan við Stokk- hólm, ef þær hyggðu á slíkt. Talsverðar umræður spunnust í framhaldi af skýrslum fúlltrúanna og verða þær ekki raktar hér. Næsta mál á dagskrá var skýrsla frá ICM. Karin Christiani, sem á sæti í stjóm ICM; flutti hana. Mikill hagnaður var af alþjóðaráðstefnu ljósmæðra í Haag 1987. Verður hann m.a. notaður til að stofha sjóð, sem mun veita ljósmæðmm frá þróunarlöndunum styrki til að sækja nám í Evrópu. ICM hefur mikiö reynt að ná sambandi við ljósmæður í austantjaldslöndunum, en árangurslaust. Til umræðu er að kanna hvemig ljósmæður heimsins standa gagnvart löggjafanum í sambandi við akútaðgerðir, þar sem alls ekki næst í lækni, t.d. sækja fylgju, e.t.v. keisaraskurðir o.fl. Umræða er um starfsreglur varðandi HIV og AIDS smitun og smitleiðir. T.d. á að skipta um hanska áður en skilið er milli barns og móður, þar sem börn smitaðra mæðra em ekki alltaf smituð líka.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.