Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 35

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 35
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 35 Búnaður og aðferðir. Sexhyrnd kerlaug, um 1 m á kant, var fyllt með 37 gráðu heitu vatni upp í um 40 cm hæð. Engar efnablöndur voru settar í vatnið. 160 konur tóku þátt í könnuninni, 88 sem lágu í kerlauginni meðan útvíkkun legháls átti sér stað (baðhópurinn) og 72 sem ekki lögðust í kerlaugina (samanburðarhópurinn). Allar konurnar fengu sjálfkrafa hríðir eftir 38-42 vikna vand- kvæðalausa meðgöngu. Fóstur voru í höfuðstöðu og áætlaður þungi fósturs var 2500-4000 g. Skráning athugana hófst þegar hríðir voru greinilegar komnar í gang og leghálsop var orðið 5 cm. Engin merki sáust um húðsmit. Konurnar í baðhópnum fóru undir sturtu áður en þær gengu í kerlaugina. Böðun var ekki sniðgengin þótt fósturvatn væri farið. í baðhópnum voru þær konur sem æsktu þess að fara í kerlaug fyrir fæðinguna, en í samanburðarhópnum voru þær konur sem enga löngun höfuð til böðunar. Fullt samræmi reyndist milli hópanna svo sem hvað varðar aldursdreyfmgu mæðranna, grindarbyggingu, tíðni fósturvatnsláts og útvíkkun leghálsins. Leggöng voru könnuð fyrir böðun, klukkustund síðar (konurnar voru látnar koma upp úr kerlauginni á meðan) og tveim klukku- stundum síðar. Stærð legopsins og höfuðstaða fósturs var mæld og skráð. Hlustað var eftir hjartslætti fóstursins með hlustarpípu úr tré á 15 mínútna fresti. Engin kona var lengur í kerlauginni en tvo klukku- tíma. Konurnar voru látnar meta sársaukatilfmningu sína rétt fyrir böðun, eftir hálfs tíma dvöl í kerlauginni og hálf tíma eftir að þær voru komnar upp úr með því að merkja við á 100 mm langan skala þar sem annar endinn var látirin tákna engan sársauka en hinn óbærilegan sársauka. Sýklamagn í baðvatninu var mælt bæði fyrir og eftir böðun. Ef konurnar kvörtuðu um óþægindi í kerlauginni, voru þær þegar látnar stíga upp úr henni. Að böðuninni frátalinni voru allar konurnar meðhöndlaðar eftir hefðbundnum vinnureglum deildarinnar. Athuganir og mældar stærðir voru meðhöndlaðar á hefðbundinn tölfræðilegan hátt. Niðurstöður Meðalvíkkun legháls við böðun var 2,5 cm á klst. en 1,5 cm á klst.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.