Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 25

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 25
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 25 einstaklinga heldur fyrir milligöngu þriðja aðila - vélar. Þetta fjarlægir ekki aðeins hina barnshafandi konu frá maka hennar heldur einnig frá ljósmóðurinni og/eða lækninum sem notar tækin. Tæknin dregur þannig úr sambandinu við starfsfólk heilsugæslunnar. Við höfum ekki enn skilið þennan þátt til hlítar, því að tæknin gefur okkur ótrúlega möguleika til að bjarga mannslífi. En það lítur út fyrir að við leggjum ekki nóg upp úr hinum persónulegu heilsugæsluaðferðum heldur vísum þeim á bug vegna óáreiðanleika og óhlutlægni.“ Þess vegna verðum við sjálfra okkar vegna — þannig að við verðum ekki að hálfgildings tæknimönnum án persónulegrar reynslu við heilsugæslu, að vita hvað við erum að gera þegar við beitum tækninni. Hvernig lærist okkur að nýta hana þegar þörf krefur en ofnota hana ekki? Þar sem óttinn við þetta „hvað ef eitthvað kemur fyrir?“ virðist sterkasta driffjöðrin hið innra með okkur sem ræður at- höfnum okkar, er rétt að líta nánar á þennan ótta. Fyrst og fremst verðum við að gera okkur grein fyrir að hann gengur undir mörgum nöfnum: til öryggis, fýrirmæli læknisins, siðvenja deildarinnar, ósk konunnar, það er vissara. Bak við allt þetta nagar ástæðulaus ótti. Að vísu fer stundum eitthvað úrskeiðis og við verðum að bregðast við því. Okkur verður að vera ljóst hvenær þörf er skjótra viðbragða. Það hrekur burt óttann. Við verðum að kanna eigin reynsluheim, og því mæli ég eindregið með út frá eigin reynslu. Það er djúpstæð lífs- reynsla í því fólgin að vera við fæðingu og sú reynsla snertir innstu tilfinningastrengi okkar í hvert sinn. Ef óttinn fylgir okkur til hverrar fæðingar mun hann brjótast út í hvert sinn uns við höfum öðlast skilning á honum og getum notað hann á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Hlustið á ummæli foreldranna, játið hinu huglæga í orðum þeirra og takið að jöfnu mark á því og hlutlægum, vísindalegum athugunum. Þegar öllu er á botninn hvolft er vísindalegt atferli eingöngu fólgið í því að við fýlgjum kerfisbundnum aðferðum, það er að segja hinum vísindalegu aðferðum. Við ljósmæður verðum að afla okkur allrar þeirrar þekkingar á tækninni sem við komumst yfir og svipta með þeim hætti leyndar- dómshulunni af henni. Við verðum að temja okkur heilbrigða gagnrýni, nota heilbrigða skynsemi og varpa í sífellu fram spurn- ingum eins og: hverjar eru afleiðingar þessarar prófunar? eða: má ná sömu niðurstöðu með öðrum hætti? Til dæmis er komist að þeirri niðurstöðu með rannsóknum Bakketeigs að niðurstöður um

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.