Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 5

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 5
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 5 nágrannabær Ystad, en við það fjölgaði fæðingum um 150—160. Fyrir þremur árum flutti deildin í nýtt og snoturt húsnæði. Skipulag og starfshættir Foreldranámskeiðin eru þýðingarmikill þáttur í fæðingarundir- búningi í Ystad. Signi leggur þunga áherslu á að ljósmæður haldi námskeiðin og séu þar með virkar í fæðingarundirbúningnum. Með því móti skapist tengsl og kunningsskapur milli verðandi foreldra og ljósmæðra, og það hindri þá leiðu sérhæfmgu sem birtist í því að ný andlit mæta foreldrum í mæðravernd, á fæðingargangi, á sængur- kvennagangi og í ungbamaeftirliti. Til að rjúfa slíka sérhæfmgu leggur Signi enn fremur áherslu á að fæðingardeildir annist bæði fæðingar og sængurlegu. Foreldranámskeiðin eru uppbyggð með svipuðum hætti og tíðkast hér á landi, að því undanskildu að meiri áhersla er lögð á að benda konum á að þær hafi fullan rétt á að velja fæðingarstellingar. Einnig er konum bent á ólíkar deyfmgar sem þær geti valið um. í því sam- bandi eru þær upplýstar um hvernig lyf og deyfmgar verka. Meginhugmyndin að baki fæðingarundirbúningi og fæðingu er sú að hin verðandi móðir sé virkur þátttakandi í fæðingunni og að hún stjórnist sem minnst af starfsfólki fæðingardeildarinnar. Fæðingardeildin er vel búin nauðsynlegum tækjum sem tilheyra nútíma fæðingardeildum. Aðstæður fyrir fæðandi konur og sængur- konur er og til fyrirmyndar. Einnig er vel búið að starfsfólki. Fæðingarstofur eru þrjár í Ystad. Þær eru vel búnar öllum öryggis- tækjum, auk þess sem þær em einstaklega hlýlegar. Endurlífgunar- herbergi fyrir nýbura er gegnt fæðingarstofúm. Á deildinni eru sam- tals 20 rúm fyrir sængurkonur og skiptast þau á 1 fjögurra manna stofú, 2 eins manns stofur og 7 tveggja manna stofur. Allar em stof- urnar vistlegar og húsgögn einkar þægileg m.t.t. kvenna með sauma, auðvelt er t.d. að standa upp úr stólum og rúmum. Ulla Stina Björnsmark, núverandi deildarstjóri, sem tók við af Signi, sagði mér í viðtali að þótt mikið sé lagt upp úr hinni náttúrulegu hlið fæðingarinnar, þá miðist starfshættir við að öryggi móður og barns sé ávallt í fyrirrúmi. Til marks um það starfa fjórir kvensjúk- dóma- og fæðingarlæknar og tveir barnalæknar við deildina. Ennfremur upplýsti Ulla Stina mig um að keisaratíðnin hafi einungis verið 9.7% árið 1986. Sama ár fengu þrjátíu af hundraði kvenna

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.