Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 19

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 19
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 19 Fulltrúi frá ICM mun flytja fyrirlestur á sameiginlegu þingi WHO, UNICEF og FIGO, sem haldið verður í Rio de Janeiro. Til umræðu er einnig að auka samstarf við ICN, t.d. með því að veita ljósmæðrum innan ICN aðild að ICM. SKÝRSLA frá fundi Evrópudeildar ICM í Karlsruhe 8.-9. apríl s.l. Else Marie Vengene: Evrópudeild ICM mun gangast fyrir 2-3 daga ráðstefnu í Tubingen í Vestur-Þýskalandi í okt. 1989. Markmið ráðstefnunnar er að auka áhuga ljósmæðra á rannsóknarstarfi. Beðið er um að aðildarfélögin reyni að senda einhvern fulltrúa. Einnig er óskað eftir tillögum um fyrirlesara. 9. mál: Ráðstefna NJF í Finnlandi 1989: Ráðstefnan verður haldin í Finnlandiahuset í Helsinki dagana 26. 27. og 28. maí. Dagskráin er að mestu leyti tilbúin og verður auglýst fljótlega, ásamt því hvert ráðstefnugjaldið verður. Hótel- gisting mun verða í ýmsum verðflokkum. óskað er eftir stuttum fyrirlestrum frá hverju landi um það markverðasta í starfi ljósmæðra nú. Næsta ráðstefna verður 1992, líklega í Danmörku. 10. mál féll um sjálft sig, þar sem það var í reynd rætt í skýrslu finnsku stjómarinnar. 11. mál: Foreidrafræðsla: Norsku ljósmæðurnar kynntu sína starfsemi á þessu svið og kvörtuðu undan því að mikið bæri á ,,burn-out“ hjá ljósmæðrum þar í landi hvað varðar þessa starfsemi. Þær óskuðu eftir umræðum. Hin löndin höfðu svipaða sögu að segja nema ísland. Kannað verður hvort ekki sé ástæða til að halda ráðstefnu í Noregi í haust eða síðar, þar sem fleiri geta hist og skipst á skoðunum. 12. mál. Starfstryggingar ljósmæðra: Hér var rætt um hvaða kerfi væru ríkjandi í hverju landi. Svipað kerfi er í öllum löndunum nema Noregi. Þar íhuga ljósmæður hvort þær verði og muni taka slíkar tryggingar.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.