Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 6

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 6
6 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Putentalblokk deyfingu, 4% fengu Epidural deyfmgu, og í sex prósent tilvika var notast við sogklukku. Minna var um episotomíur en gerist og gengur. Hún taldi að þegar kona fæðir standandi, eða í öðrum stellingum en liggjandi á bakinu, sé minni hætta á því að spöngin rifni, þar sem þá þrýsti jafnar á spöngina. Fæðingin Þegar hin verðandi móðir kemur á deildina er hún skoðuð gaum- gæfilega, þar á meðal er hún sett í NST (monitor) í hálfa klukkustund. Síðan er konan tengd við tækið af og til. Ef ástæða þykir til er hún sett í sírita og sett upp skarpelektróða í sjálfri fæðingunni. Á fæðingardeildinni í Ystad fara allar konurnar í Hibiskrubb bað. Fæðandi konum er boðið að slappa af í nuddbaðkari. Enn sem komið er hefur engin kona fætt í baðinu. Fæðingarúm í Ystad eru af nýjustu gerð (samskonar og á Fæð- ingarheimili Reykjavíkurborgar). Þar er einnig tvíbreitt rúm sem mikið er notað við langdregnar fæðingar og þegar parið er orðið þreytt. Þessi hjónasæng er mjög vinsæl. Konur geta einnig fætt í rúmi þessu. Hamingjusamir foreldrar. Þessi kona fœddi bam sitt i tvibreiða rúminu.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.