Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1988, Page 6

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1988, Page 6
6 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Putentalblokk deyfingu, 4% fengu Epidural deyfmgu, og í sex prósent tilvika var notast við sogklukku. Minna var um episotomíur en gerist og gengur. Hún taldi að þegar kona fæðir standandi, eða í öðrum stellingum en liggjandi á bakinu, sé minni hætta á því að spöngin rifni, þar sem þá þrýsti jafnar á spöngina. Fæðingin Þegar hin verðandi móðir kemur á deildina er hún skoðuð gaum- gæfilega, þar á meðal er hún sett í NST (monitor) í hálfa klukkustund. Síðan er konan tengd við tækið af og til. Ef ástæða þykir til er hún sett í sírita og sett upp skarpelektróða í sjálfri fæðingunni. Á fæðingardeildinni í Ystad fara allar konurnar í Hibiskrubb bað. Fæðandi konum er boðið að slappa af í nuddbaðkari. Enn sem komið er hefur engin kona fætt í baðinu. Fæðingarúm í Ystad eru af nýjustu gerð (samskonar og á Fæð- ingarheimili Reykjavíkurborgar). Þar er einnig tvíbreitt rúm sem mikið er notað við langdregnar fæðingar og þegar parið er orðið þreytt. Þessi hjónasæng er mjög vinsæl. Konur geta einnig fætt í rúmi þessu. Hamingjusamir foreldrar. Þessi kona fœddi bam sitt i tvibreiða rúminu.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.