Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 11

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 11
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 11 Lög um orlof 1. maí 1988 gengu ný lög í gildi um greiðslu orlofs. Ljósmæðrafélag íslands hefur gert eftirfarandi samning við fjár- málaráðuneyti um vörslu orlofsfjár. Hliðstæður samningur var gerður milli B.S.R.B. og Landsbanka Islands. Þannig geta þær Ijósmæður sem taka laun hjá öðrum en fjár- málaráðuneytinu nýtt sér þann samning við Landsbanka íslands eða við aðra viðskiptabanka sem bjóða sambærileg og eða betri kjör. FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ Varsla og ávöxtun orlofslauna Fjármálaráðuneytið og Ljósmæðrafélag íslands gera með sér svo- felldan samning um vörslu og ávöxtun orlofslauna sbr. lög um orlof nr. 30/1987 og kjarasamning aðila. 1. KAFLI: Aðild 1. gr. Aðilar samnings þessa eru: a. Ljósmæðrafélag íslands, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík b. Fjármálaráðuneytið f.h. ríkissjóðs. 2. KAFLI: Meginskyldur aðila 2. gr. Fjármálaráðuneytið ábyrgist vörslu og ávöxtun orlofslauna launþega í Ljósmæðrafélagi íslands sbr. samning ráðuneytisins við Póst- og símamálastofnun. Með orlofslaunum er átt við þá fjárhæð af launum starfsmanna sem tilgreind er í 7. gr. laga um orlof að frá- töldum orlofslaunum af föstum mánaðarlaunum. 3. gr. Aðilar skuldbinda sig til að hlíta reglum samnings þessa í hvívetna, svo og lögum og reglugerð um orlof, eftir því sem við á. 3. KAFLI: Um vörslu orlofslauna og reikningsyfirlit til launþega. 4. gr. Póst- og símamálastofnunin, Póstgíróstofan, sér um verð- bótareikning og vaxtareikning orlofslauna hvers launþega, sem samn- ingurinn tekur til, á sérstöku reikningsnúmeri í samræmi við samning fjármálaráðuneytisins og Póst- og símamálastofnunarinnar.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.