Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1988, Side 3

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1988, Side 3
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 43 Ritstjóraspjall í síðasta blaði slæddust inn tvær meinlegar prentvillur. í íyrsta lagi stóð í skýrslu stjórnar LMFI til síðasta aðalfundar að félagið yrði 75 ára á næsta ári. Þarna átti að sjálfsögðu að standa 70 ára. Þá vantaði eitt nafn undir mynd af nýútskrifuðum ljósmæðrum. Myndin er því endurbirt í þessu blaði og nú með öllum nöfnum og vonandi réttum. Ritstjóri biður hlutaðeigandi velvirðingar á mistökunum. Næsta tölublað og það síðasta í þessum árgangi er þegar komið í vinnslu. Efni þess verður aðeins ein grein um reykingar á meðgöngu, ritgerð unnin í Ljósmæðraskóla íslands. Efnisyfirlit fimm árganga í senn hafa verið gefin út til og með 55. árgangs. í undirbúningi er að halda því verki áfram og senda út snemma á næsta ári efnisyfirlit þeirra árganga sem á vantar. Á aðalfundi LMFÍ 1987 var samþykkt heimild til ritstjórnar að breyta útliti blaðsins að fengnu samþykki stjórnar félagsins. I viðræð- um milli ritstjóra og formanns stjórnar hefur verið gengið út frá því að slík breyting yrði nú um næstu áramót. Þess vegna mega lesendur Ljósmæðrablaðsins búast við nýjungum með íyrsta tölublaði 67. árgangs. Ritstjóri. Ljósmæður athugið Skxifstofutími L.M.F.Í. að Grettisgötu 89, sími 17399, er á mánudögum milli kl. 13.30 og 16.30.

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.