Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1988, Síða 5

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1988, Síða 5
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 45 Vilborg var formaður L.M.F.Í í 4 ár, hún var fulltrúi þess hjá B.S.R.B. til margra ára og í samninganefnd. Hún var einnig í orlofs- heimilanefnd til margra ára og fleira mætti telja. Fórst henni þetta einkar vel úr hendi. Vilborg starfaði allt frá því hún útskrifaðist úr L.M.S.I við ljósmóðurstörf að undanskildum þeim tíma er hún var við hjúkrunarnám í Nýja hjúkrunarskólanum. Síðustu árin var hún að- stoðardeildarstjóri á sængurkvennadeild B á Kvennadeild Land- spítalans. Unnur Jóna starfaði einnig til margra ára á sængurkvennadeild A á Kvennadeild Landspítalans og reyndist þar hin besta ljósmóðir og er þessarra beggja kvenna nú sárt saknað af samstarfsfólki. Báðar voru þessar konur hinar glæsilegustu á velli, þægilegar í um- gengni og glaðar á góðum stundum. Þær unnu störf sín af mikilli sam- viskusemi og þekkingu. Það var gott að eiga þær á meðal ísl. ljósmæðra. Ljósmæðrafélag Islands vill þakka þeim vel unnin störf og kveðja þær með þessum ljóðlínum: Vér sendum þér þökk fyrir allt og allt, og ógleymt í hug okkar skín. Heitustu viökvæmni vantar oft orð, en við vitum hún ratar til þín. Þökk fyrir hlutdeild á þrautanna stund, er þreytt hélstu um hvílu okkar vörð, og í gleðinni helgu, sem bifaði brjóst, þegar borinn var maður á jörð. Ritstjóri.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.