Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1988, Síða 7

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1988, Síða 7
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 47 yfir á heldum ís. Það var komið rökkur þegar við komum fram í dal- inn. Konan var búin að vera með verki mikinn part af deginum. Þeir voru alveg dottnir niður og var hún orðin mjög þreytt. Ég skoða hana. Fósturhljóð ágætt og barnið liggur í sinni fallegu kryppu, vinstri höfuðlega, höfuðið laust fyrir ofan grindina og belgir heilir. Það hafði verið talað við lækninn á Hvammstanga, það var Kristján Sveinsson. Hann sagði að það vildi svo vel til að Lagarfoss væri þar á höfninni á leið vestur á Borðeyri og hann ferðbúinn að fara með honum, en hann væri á hraðri ferð vestur í Dali, en skyldi samt koma. Það var svo komið harðakvöld þegar hann kom. Þegar hann hafði skoðað konuna og við rætt um allar horfur ákvað hann að gefa henni Pítuítrin-sprautu til að herða á sóttinni, en það bar engan árangur. Sagði hann þá að ekki væri annað að gera en venda barninu og draga það fram. Vendingu hafði ég ekki séð og bjóst við að það væri mikið og seinlegt verk, en ég var varla búin að átta mig þegar hann var búinn að því. Ég sá um svæfinguna, Kristján sprengdi belgina og dró barnið fram. Það var vel lifandi drengur. Fylgjan var tekin og ekkert blæddi. Þegar búið var að ganga vel frá barni og konu, sagði Kristján: ,,Nú ætla ég að gefa henni morfínsprautu svo að henni líði betur þegar hún vaknar.” Ég sé þetta fyrir mér ennþá. Ég stóð hægramegin við rúmið, rétt við höfðalagið. Kristján sat hin- um megin. Ég sé hann taka vinstri handlegg konunnar, leggja hann á hné sér og sprauta að ég held áreiðanlega í vöðva. En mér fannst hann varla vera búinn að draga út nálina þegar konan fékk hörkuupp- sölu. Ég reif upp á henni höfúðið svo að spýan kæfði hana ekki. Kristján þreif ofan af henni rúmfötin og var farinn að athuga legið. Blæðingin var ofsaleg og á þessu gekk — ég veit ekki hvað lengi — hún kúgaðist og blóðið var fyrir löngu farið að renna ofan á gólf. Hún var orðin náhvít og ég vissi varla hvort ég merkti að hún andaði. Kristján var alltaf að hlusta hana og þreifa á æðinni. Þá sagði ég: ,,Er þetta alveg að verða búið, getum við ekkert gert?” ,,Ég átti ekki von á þessu og get ekkert gert”, sagði Kristján. Þá er eins og hvíslað að ntér gömlu húsráði. Ég spyr hann, hvort ég megi ekki reyna það. Það er að fara með flösku út í fjós, stinga ofan í hana kýrspena, kreista júgrið þangað til flaskan er fúll og smella þá í hana tappa. ,,Þetta ger- ir þú á þína ábyrgð”, segir Kristján. ,,Ég þekki þetta ekki, en henni er mikið hættara við að kafna en þó áður.” Innan stundar kom einsog hálfspela flaska full af mjólk. Ég gleymi aldrei augnaráðinu hans

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.