Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1988, Blaðsíða 8

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1988, Blaðsíða 8
48 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Kristjáns þegar ég lyfti upp höfðinu á konunni og færði í sundur á henni varirnar og lét drjúpa upp í hana svolítinn dropa. Það rann ekki framúr henni og henni svelgdist ekki á, svo að ég smájók þetta og okkur fannst líða ótrúlega stuttur tími þangað til hún fór að renna sjálfkrafa niður. Það kláraðist úr flöskunni og hún hætti að kúgast. Það hætti að blæða og hún fór að vakna af svæfingunni og gat svarað okkur þegar við spurðum hana hvemig henni liði. Hún sagði að sér liði vel. Þegar við vorum svo búin að hreinsa allt f kringum hana og hlúa að henni eins og hægt var, svaf hún vel það sem eftir var nætur og gat svarað okkur þegar við spurðum um líðan hennar, sem hún lét allt- af vel af. Ung kona var mér til hjálpar og við vöktum yfir henni og litum eft- ir eins og hægt var. Ekkert blæddi og góðir samdrættir voru í leginu. Þegar Kristján fór um morguninn, talaði hún við hann og var ótrú- lega hress, en mjög máttlítil. Nú er fæðingarsagan búin, en hún er ekki nema hálfsögð ef ekkert er minnst á heilsufarsástand konunnar áður. Reyni ég nú að gera það. Það var seinnipart vetrar 1913. Ég var þá nýkomin að Þambárvöll- um, 10 ára krakki, öllum ókunnu^ nema heimilisfólki þar. Þá kom þar karlmaður og kona og gista. Eg heyri það á heimafólki að þetta eru hjón innan úr Hrútafirði. Konan er með báðar hendur reifaðar. Þau voru að koma frá Hólmavík. Magnús Pétursson, læknir var að taka fingur af konunni, litlafingur á vinstri hendi upp við lófa, litla- fmgur á hægri hendi eins, og þumalfmgur á hægri hendi um efri lið. Þegar ég kem svo í Hrútafjörðinn 15 árum seinna heyrði ég mikið talað um heimili þessara hjóna. Þar höfðu berklar verið viðloðandi í mörg ár. Þegar ég kom svo á þetta heimili eins og áður er sagt, sagði konan mér alla sína sjúkrasögu. Ég man nú ekki hvaða ár atvikin gerðust, en að öðru leyti er sagt rétt frá. Hún hafði á ungaaldri legið mikið veik í lungnaberklum á Vífils- stöðum, en komist til heilsu, giftist og fór að eiga börn, sem urðu 10. Vorið áður en ég er þama hjá henni deyr elsta barnið úr tæringu, stúlka á flórtánda ári. Bam missti hún einhverntíma við fæðingu. Einu sinni kom mænuveiki á heimilið, tveir litlir drengir fóm verst út úr henni. Bróðir hennar tók þá báða og ól þá upp. Ekki mörgum ámm eftir að hún missti finguma var vinstri fóturinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.