Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1988, Síða 11

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1988, Síða 11
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 51 Sigríður Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur B.S. / Ijósmóðir: Mæðravernd á íslandi Erindi þetta var flutt á ráðstejhu sem haldin var þann 10. maí síðastliðinn í tilefni af alþjóðadegi hjúkrunar- fræðinga. Að þessu sinni var dagurinn helgaður öryggi á meðgöngu og var markmiðið að vekja athygli á þeim mikla mœðradauða sem er í hinum vanþróaða heimi. Góðir áheyrendur. Eg var beðin að tala hér um mæðravernd á Islandi og ætla ég að reyna að gera henni einhver skil. Ég tel að við getum verið ánægð með fyrirkomulag og árangur mæðraverndar hér á landi. Með áframhaldandi þróun og aukinni þekkingu er þó alltaf hægt að gera betur. Ef við berum okkar mæðra- vernd hins vegar saman við það sem þekkist í þróunarlöndunum get- um við verið mjög ánægð. Ég ætla að byrja á því að tala um þróun eða sögu mæðraverndar hér á landi. Ræða síðan stuttlega hvernig mæðravernd er háttað í dag. Hvernig skipulögð fræðslustarfsemi fer fram. Ræða síðan markmið mæðraverndar: hvað hefur áunnist hér á þessum sextíu árum; ástand- ið í dag og hugleiðingar um orðið mæðravernd. Saga mæðraverndar. Saga skipulegrar mæðraverndar hér á íslandi er í raun mjög stutt, ekki nema 60 ár. Áður var ekki um neitt eiginlegt mæðraeftirlit að ræða. Barnshaf- andi kona lét ljósmóðurina vita hvenær hún vænti sín og mun ljós- móðirin oftast hafa skoðað konuna einu sinni skömmu fyrir fæðing- una.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.