Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1988, Blaðsíða 12

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1988, Blaðsíða 12
52 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Skipulagt mæðraeftirlit hófst hér árið 1928 er hjúkrunarfélagið Líkn réði Katrínu Thoroddsen barnalækni til að annast mæðraeftirlit hjá félaginu. Við getum því haldið upp á 60 ára afmæli skipulegs mæðraeftirlits á Islandi á þessu ári (1988). Mæðraeftirlitið í Reykjavík mun hafa farið hægt af stað en á fáum árum sannað gildi sitt. Arið 1929 munu um þrjátíu konur hafa komið í mæðraskoðun í Líkn og þar af sextán sem höíðu ekki komið áður. Árið 1933 var ráðin ljósmóðir að Líkn og sama ár er gefin út ný ljósmæðrareglugerð. Kom hún í stað reglugerðar frá 1914. Þau ný- mæli eru í nýju reglugerðinni að meðal starfa ljósmæðra er ,,að rann- saka vanfærar konur til þess að komast að raun um heilsufar þeirra í sambandi við þungann og horfur fæðingarinnar.” Árið 1943 var Pétur H. Jakobsson sérfræðingur ráðinn við mæðra- skoðun hjá Líkn og var hann yfirlæknir mæðraeftirlits Reykjavíkur til ársins 1961. Þá tók hann við yfirlæknisstöðu á fæðingardeild Lands- spítalans. Mæðraskoðun fluttist árið 1949 í nýbyggða fæðingardeild Landsspítalans. Félagið Líkn greiddi áfram kostnað við mæðravernd- ina þar til hún flutti í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Sá hluti nýju Fæðingardeildarinnar sem ætlaður var til skoðunarinnar varð fljótt of lítill og þegar Heilsuverndarstöð Reykjavíkur var tilbúin í lok árs 1954 var mæðraskoðunin flutt þangað. Deildarljósmóðir varð Ása Ásmundsdóttir og starfaði þar auk hennar ein ljósmóðir, einn hjúkrunarfræðingur og tvær afgreiðslu- stúlkur. Deildin var í upphafi opin tvær klst. á dag þrjá daga í viku. Að sögn Guðjóns Guðnasonar læknis sem hóf störf við Mæðradeildina 1959 skapaðist oft mikil ringulreið þar. Einn daginn mætti etv. fjöldi kvenna en næsta dag örfáar. Fór það oft eftir veðráttu og hvað var um að vera í bæjarlífinu. Guðjón Guðnason tók við yfirlæknisstöðu af Pétri H. Jakobssyni 1961. Var þá móttökudögum fjölgað um tvo og boðið upp á skoðun eftir hádegi alla daga vikunnar. Auk þess var gerð önnur breyting, ekki síðri, en hún fólst í því að teknar voru upp tímapantanir og stytti það biðtíma til mikilla muna. Eftir þessar breytingar virðist ekki ýkjamikið gerast í þróun mæðra- eftirlits í Reykjavík lyrr en árið 1969. Að vísu eykst mjög framboð á foreldrafræðslunámsskeiðum en að þeim mun ég víkja sérstaklega seinna. Stórt skref var stigið árið 1969 í samræmingu mæðraeftirlits á land-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.