Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1988, Síða 14

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1988, Síða 14
54 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ byggðalaga taka þær skrána með. Fæst þannig gott samræmi í með- gönguverndina. Ekki hef ég heimildir um hve margar konur fæða hér á landi árlega án þess að þiggja meðgönguvernd. En ég held að þær séu mjög fáar, hugsanlega taldar á fingrum annarrar handar. I reglugerð heilsugæslustöðva kemur fram hvernig meðgöngu- vernd skuli háttað (tafla nr. 3). í reglugerðinni kemur fram að hverri konu skuli að minnsta kosti boðið upp á 12 skoðanir á meðgöngu og einnig kemur fram hverjir eiga að sjá um mæðraverndina. í þriðju grein reglugerðarinnar er svo fjallað um hvernig staðið skuli að fræðslu á meðgöngu. Til að minnka vafa um lengd meðgöngu þykir æskilegast að fá konuna í skoðun ekki mikið seinna en á 12 viku. Eftir það fara mats- skekkjur í klíniskri skoðun að aukast vegna mismunandi legvatns- magns. Nú er sónarskoðun notuð víðast hvar á landinu til að ákvarða ná- kvæmlega meðgöngulengd og ef ekki er sónar á staðnum eru konurn- ar oftast sendar í nálægasta sónartækið. Meðgöngunámskeið eru einn stór þáttur í meðgönguvernd og eiga ljósmæður allan heiður af að hafa komið þeim á hér. Hulda Jensdótt- ir, ljósmóðir og forstöðukona Fæðingarheimilis Reykjavíkur bauð fyrst allra upp á foreldrafræðslunámskeið. Frá því árið 1953 hefur hún haldið mörg námskeið á hverju ári og unnið þar þarft og mikið verk. Það var svo árið 1968 að Kristín Tómasdóttir, yfirljósmóðir á Fæð- ingardeild Lsp. hóf að bjóða verðandi mæðrum upp á námskeið í fræðslu og slökun. Nú eru haldin námskeið nær daglega á Kvenna- deild Landsspítalans fyrir um 8 konur í einu. Á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur hófst foreldrafræðsla 1969. í byrjun var aðeins um kvikmyndasýningu að ræða auk þess sem lækn- ir flutti stutt erindi. I nóvember 1972 hófst svo almenn foreldra- fræðsla og hefur hún staðið nær sleitulaust síðan. Hefur Helga Daní- elsdóttir deildarstjóri Mæðradeildar Heilsuverndarstöðvarinnar unn- ið hvað ötulast að þessum námskeiðum. Nú eru fjögur námskeið þar vikulega og 12—14 konur í hverju þeirra. Einnig koma margir feður á þessi námskeið. Auk þessara námskeiða sem að framan eru talin bjóða einstaka

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.