Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1988, Síða 20

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1988, Síða 20
60 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ TAFLA 3. Reglugerð fyrir heilsugœslustöðvar. Nr. 160/1982. 51. gr. Mæðravernd. 51.1 Allar verðandi mæður skulu eiga kost á eftirliti um meðgöngu- tímann. Að jafnaði skal fyrsta skoðun fara fram á 12. viku með- göngutímans. Frá 12. viku til 32. viku meðgöngutímans skal verðandi móður gefinn kostur á að koma til skoðunar á 4 vikna fresti. Á 32. viku til 36. viku meðgöngutímans skal verðandi móður gefinn kostur á að koma tvisvar sinnum til skoðunar, en eftir það vikulega þar til barnið er fætt. 51.2 Heilsugæslulæknir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur annast hið reglubundna mæðraeftirlit. 51.3 Kappkosta skal að búa verðandi foreldra undir hlutverk sitt með fræðslu um meðgöngu, fæðingu og meðferð ungbarna, svo og um getnaðarvarnir og fjölskylduáætlanir. Skal sú fræðsla veitt með sérstökum námskeiðum eða í einkaviðtölum, eftir því sem hentar á hverjum stað og tíma. 51.4 Ef fæðing fer fram í heimahúsum á heilsugæslusvæðinu, ber heilsugæslulækni og ljósmóður að annast hana. Ljósmóðir gengur reglulega til móður og barns fyrstu 8 dagana eftir fæð- inguna.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.