Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1988, Qupperneq 29

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1988, Qupperneq 29
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 69 Stríkkun á leghálsi vegna útvíkkunar Þensla á neðra segmenti legs Stríkkun á legböndum Tog á peritoneum Þrýstingur á þvagblöðru og þvagrás Minnkað súrefnisflæði um legvöðvann Þrýstingur á taugahnúta (nerve ganglion) umhverfís leg og leggöng. Sársauki á fyrsta stigi fæðingar er að mestu rakinn til útvíkkunar á leghálsi, og finnur konan venjulega mest fýrir honum í neðra hluta kviðs og mjóbaki. Ef verkurinn er mjög sterkur getur konan fundið til í mjöðmunum einnig og ofar í kvið. Sársauki á öðru stigi fæðingar er venjulega orsakaður af þenslu í leggöngum og perineum er fóstrið færist neðar og neðar. Sársaukaboð frá því svæði eru flutt af skyn- þráðum pudentaltaugarinnar sem fer inn í aftari rót annarrar, þriðju og fjórðu sacral taugar (10, bls. 626). Meðferð sársauka í fæðingu Ymsar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum ýmissa kvalastill- andi lyfja og eru þar með talin þau lyf sem ekki innihalda nein virk efni heldur eru aðeins salt og sykurtöflur. Slík lyf eru nefnd „place- bo” og merkir það orð ,,ég mun þóknast”. Rannsóknir á lyfjum sem þessum benda til þess að þau hækki ekki skynþröskuld fólks heldur hafi áhrif á hámarksþol þess. Þar inni eru hinir sálrænu þættir taldir vera að verki. H.K. Beecher skýrði frá því í Bandaríkjunum að þegar sjúklingar væru mjög kvíðnir hafi morfín slegið á sársauka í 52% til- fella en placebo gert saman gagn í 40%. Væri kvíði hins vegar ekki áberandi stilli þessi lyf sársauka hjá 26% en morfín hjá 84%. Hann taldi að placebo linaði sársauka um það bil þriðjungs sjúklinga og að viðmót þess sem lyfið gæfi hefði mikið að segja. (Heimild nr. 17 bls. 30.) Þetta sýnir á athyglisverðan hátt hve sálarástand sjúklings hefur mikið að segja í sambandi við sársauka, ekki svo að skilja að hann hafi gert sér upp sársaukann heldur er slegið á óbærilegan kvíða og hjálp- arleysi sjúklingsins svo honum verður hugarhægara og hefur það svo aftur áhrif á aðra líkamsstarfsemi s.s. öndun og blóðþrýsting sem tengst geta sársaukanum. Þannig er sýnt fram á margvísleg tengsl

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.