Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1988, Side 33

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1988, Side 33
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 73 Einkenni: Ógleði, sjóntruflanir, örvun á miðtaugakerfi, hitahækkun, hraður hjartsláttur, krampar, öndunarlömum og dá. Meðferð: Tafarlaus vistun á gjörgæslu svo hægt sé að meðhöndla öndunina. Mótefni er Naloxon. (Heimild nr. 7 bls. 548). Saga notkunar Petidins. (U.K.) Ljósmæður hafa notað petidin fyrir konur í fæðingu síðan 1950—1951. Þeim er kennt um lyfið, notkun þess og misnotkun í meðferð. Perinatal Survey sem tók yfir allar fæðingar einnar viku í mars 1958 sýndi að 56% kvenna í fæðingu fengu petidin. Einföld en víðtæk rannsókn British Births 1970 sýndi að 68,8% af konum í fæð- ingu fengi petidin eða palhiorfan. Skammtar sem notaðir eru eru mis- munandi en fyrsti skammtur sem 100 mg eða 150 mg. Annar skammt- ur 100 mg ef nauðsynlegt þykir 2—4 tíma seinna. í yfir 80% fæðinga er ljósmóðirin sú manneskja sem er ábyrg fyrir móður og barni, þ.e. enginn læknir er til staðar. (Chamberlain 1975). Þá er hún sú persóna sem verður að byrja endurlífgun ef ástand barnsins er utan eðlilegra marka. Þar fyrir er hennar kunnátta og afstaða til notkunar petidins í fæðingu úrslitavaldið. Ef hún óttast mögulega óhagstæða verkun á barnið, s.s. lág apgar stig strax eftir fæðingu getur konan hafnað öll- um verkjalyfjum. Sú tilraun var reynd á þessu svæði 1980 að gefa 50 mg af petidini sem fyrsta skammt, u.þ.b. 49% mæðra meðtóku þenn- an skammtur þó svo formlegur skammtur sé 100—150 mg. Nalorphine Er antagonisti eða lyf sem virkar gegn öndunardepression af völd- um opiata. Þetta lyf var fyrst uppgötvað í kringum 1915 en ekki tekið í notkun og viðurkennt fyrr en 35 árum síðar. Nalorphine er náskilt morfíni en hefur þó veikari og einfaldari áhrif, þó svo það mótverki áhrifum þess sé það gefið með morfíni. Þ.a.l. er nalorphine bæði agonisti og antagonisti. Það var notað sem verkjalyf í þeirri von að það væri ekki ávanabindandi en þess í stað olli það slæmum aukaverkunum s.s. breytingu á hugarfari, hvíldar- leysi og ofskynjunum. Læknisfræðilega séð eru morfín antagonistar gagnlegastir í sam- bandi við öndunar- og blóðrásartruflanir. Aukinn þrýstingur í gall- blöðru og samdráttur pupilla (augnsteina) eru breytileg, dregið getur úr miklum róandi áhrifum án þess þó að geta vakið einstakling úr

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.