Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1988, Page 35

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1988, Page 35
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 75 Varúö Vegna þess hve róandi áhrif þessa lyfs eru sterk skal gæta ítrustu varúðar í meðferð vélknúinna ökutækja og annara véla. Skammtar Venjulegur skammtur fyrir fullorðna við óróa og spennu (fæðing) er 5—50 mg 1—3 á dag. (Heimild nr. 5 bls. 227). Innöndunarlyf Ymis lyf hafa verið notuð til innöndunar á maska og má þar telja trícene (trichloroethylene) pentrane (methoxyflurane) og glaðloft (N.O, nitrogen monoxide) sem er mest notað. Snemma árið 1960 afturkallaði CMB (Central Midwifes Board) leyfi sitt til ómenntaðra ljósmæðra til að nota svokallað „Mimmit apparatus” en það var blanda af 50% nitrous oxide og 50% lofti sem notað var sem innönd- unarefni fyrir konur í fæðingu. Þessi blanda átti að verða vinsæl og að því er virtist laus við að valda nokkrum fylgikvillum á móður eða barni. En staðreyndin varð sú að þetta innöndunarlyf innihélt aðeins 10% súrefni og leiddi það eins og gefur að skilja til aukinnar vanlíð- unar. I sannleika sagt var galli í þessu tæki við læknisfræðilega notkun þess sem svo síðar eins og áður segir leiddi til þess að það var bannað að nota þessa blöndu í stað hennar kom sú blanda sem hvað mest er notuð í dag og nefnist hún í daglegu tali entonox en hún inni- heldur blöndu 50% 0 á móti 50% nitrogen oxid. (Heimild nr. 3 bls. 51). Entonoxið var árangur af vinnu manns að nafni Tunstall 1961, það samanstendur af sívalningum (cylindrum) sem innihalda blönduna nitrous oxide og súrefni og blandast þau efni auðveldlega í þar til gerðu tæki sem er auðstillanlegt. Eitt verður þó að hafa vel í huga í meðferð þess efnis en það er að ef gasið er látið vera undir 6° C þ.e. í kulda, fara sívalningarnir að aðskiljast og ef enduruppbygging sam- setningarinnar verður ekki, byrjar súrefnið fyrst að streyma út og inn- öndunarloftið verður að lokum eingöngu nitrous oxide (heimild nr.3 bls. 52). Glaðloftið útskilst mjög fljótt úr líkamanum og hefur það engin áhrif á hríðarnar né nýburann svo framalega sem það er í réttum skömmtum.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.