Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1988, Side 40

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1988, Side 40
80 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ endurtaka deyfinguna virki hún ekki nógu lengi. Paracervical block er einföld og oftast (ca. 80% tilfella) árangursrík þegar verkun ann- ara verkalyfja hefur ekki verið sem skyldi. Aukaverkanir Bradycardia hjá fóstrinu/barninu obs. 20 mín. eftir injection. Intravascular injection. Eiturverkanir vegna lyfjanna. Infection. Ofnæmi (lyfja). Sú auka verkun sem bradycardia er, virðist hafa valdið því hve dregið hefur úr notkun þessarar deyfingar. Orsökin hefur verið og er umdeild en líklegustu ástæður eru taldar vera „impairment of plac- ental circulation”, eða deyfandi verkun lyfjanna á hjarta fóstursins. Þessi bradycardia hefur sýnt sig í um 30% tilfella og hefur mild ac- idosa fylgt sumum tilfellum. Að sjálfsögðu geta margar aðrar ástæður verið fyrir því að fóstur- hjartslátturinn hægir svo á sér eftir parcervical block eins og raun ber vitni, en engu að síður þykir líklegt að paracervical block hafi orsak- að fósturdauða. (Heimild nr. 3 og 12). Epidural deyfing Epidural (mænurótar) deyfingar eru þær deyfingar sem hvað mest hafa rutt sér til rúms til notkunar í fæðingahjálp undanfarin ár. Þessar deyfingar hafa einnig farið vaxandi meðal þeirra kvenna sem gangast undir keisaraskurð, og eru þær nú svo að segja undantekningarlaust notaðar þegar um er að ræða fyrirfram ákveðinn keisara. Ekki tekst alltaf að gera fæðinguna alveg verkjalausa þrátt íyrir deyfinguna, og er því stundum hluti af því svæði sem átti að deyfast ódeyft og kona því áfram með verki. Algengara er þó að viðbót deyfi- lyfja sé gefið of seint og nái því ekki að hafa áhrif nógu fljótt. Því verður móðirin tímabundið með verki, sem henni finnst vera mjög slæmir vegna þess að hingað til hefur hún verið því sem næst verkjalaus. Mænurótardeyfing er aðferð þar sem staðdeyfilyfinu er sprautað inn í slíðrið sem liggur utan um taugaræturnar, inn í svæðið þar sem mænutaugarnar ganga út frá mænunni til legsins og leghálsins, við þetta verður hindrun á sársaukaboðum frá T8—Sl.

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.