Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1988, Qupperneq 44

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1988, Qupperneq 44
84 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ meðan á fæðingu stendur. Fylgjast þarf vel með þvagútskilnaði kon- unnar. Ljósmóðir þarf að minna hana á að kasta þvagi í hvert skipti sem gefinn er viðhaldsskammtur. Geti konan ekki losnað við þvag, skal leggja þvaglegg. Notaður er Foley þvagleggur með 10 ml af sæfðu vatni í þvagleggsblöðrunni. Eftir fæðingu þarf hann að liggja inni í 8 til 12 klukkustundir frá fæðingu. Þetta er gert til að forðast yfirfyllingu á blöðru, en slíkt getur skaðað blöðrustarfsemi til frambúðar. Læknir eða ljósmóðir skulu spyrja konuna hvort hún vilji hafa fulla deyfmgu á öðru stigi fæðingar, eða láta hana þverra til þess að remb- ingsþörf verði til staðar. Segja þarf konunni að hvenær sem er megi bæta á deyfinguna. Ef framgangur fósturs á öðru stigi fæðingar er hægur, má gefa syntocinon dreypi til að örva sótt, en þó aðeins eftir að sérfræðingur hefur gengið úr skugga um að ekki sé misræmi milli fyrirsæts fóst- urhluta og grindar. Sömuleiðis skal séfræðingur taka ákvörðun um gjöf hríðarörvandi lyfs ef grunur er um súrefnisskort hjá fóstri á öðru stigi fæðingar. I eðlilegri fæðingu, þar sem epidural-deyfmg er notuð skulu að jafnaði ekki líða meira en 2 klukkustundir frá því að full leghálsút- víkkun er greind og til fæðingar barns. Eftir eina klukkustund frá fullri útvíkkun á að skoða konuna vaginalt og skrá í mæðraskrá eða á hjúkrunarskýrslu athugasemdir um framgang fæðingar, niðurstöðu skoðunar og ástand móður og barns. Ákvörðun um lengingu 2. stigs fæðingar fram yfir eina klukkustund skal einnig skráð. Ófullnœgjandi deyfing: Við ófullnægjandi verkun deyfingar skal haft samband við svæf- ingalækni. Aukaverkanir af deyfingu: Ef grunur er um aukaverkanir, sem rekja má til deyfingarinnar eða mænuvökvaleka (höfuðverkur, óútskýrður hiti, bakverkur, skyn- eða hreyfibreytingar), skal hafa samband við svæfingalækni, en hann rit- ar þá upplýsingar um skoðun og meðferð í sjúkraskrá konunnar. (Heimild nr. 21).

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.