Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1988, Síða 52

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1988, Síða 52
92 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Læknar hafa tekið jákvætt undir að tilraunin verði gerð en hafa sín- ar efasemdir um gagnsemina. Og þeir taka þátt í að rannsaka áhrif svæðisnuddsins, þ.e. sýna fram á eða afsanna að svæðisnudd komi að gagni sem fæðingarhjálp, ella hefðum við ekki getað gert tilraunina. Tilraunin gengur út á að fá fram vitneskju um áhrif svæðisnudds við eftirfarandi aðstæður: 1) Til að draga úr verkjum við fæðinguna. 2) Til að örfa hríðir ef þær eru ekki fyrir hendi eftir missi fósturvatns eða þegar úr þeim dregur. 3) Þegar fylgjan situr föst. 4) Til að koma fæðingu af stað. Svæðisnuddarinn gengur vaktir. Þannig er ekki sjálfgefið að konur sem fæða t.d. að nóttu til eigi ekki kost á svæðisnuddi. Þegar í 36. viku meðgöngu er hinum barnshafandi konum fenginn kynningarbæklingur um tilraunina. Öllum konum er gefinn kostur á svæðisnuddi að því tilskildu að Gabriella sé á vakt. Svæðisnudd sem er ævaforn meðhöndlunaraðferð gengur út á það að öll líffæri eigi gagnvirkan snertiflöt, einkum undir iljunum. Með því að þrýsta á þessa snertifleti í lengri eða skemmri tíma í senn má örva varnarkerfi líkamans til sjálfslækningar. Svæðisnudd verkar einnig til slökunar og sefar sársauka vegna þess að það losnar um hömlur líkamans og fólk öðlast innra jafnvægi, segir Gabriella Bering-Liisberg. Hún hefur lítið beitt svæðisnudd til þessa í sam- hengi við fæðingar en aftur á móti hefur hún notað það t.d. á konur sem fá sára tíðaverki eða þegar tíðir hætta tímabundið. Svæðisnudd hefur fram til þessa komið þrisvar að gagni við að losa fasta fýlgju. Ef fylgjan hefúr ekki losnað innan hálfrar klukkustundar má beita svæðisnuddi jafnframt sem venjulegar aðgerðir eru undirbúnar (blóð- gjöf, dreypilyf o.s.frv.). Annað hvort eru áhrif svæðisnuddsins komin í ljós innan hálfrar klukkustundar eða þau koma ekki. Ef enginn árangur verður innan klukkustundar er fylgjan losuð á hefðbundinn hátt. Ef beita á svæðisnuddi til að lina sársauka er áríðandi að nuddarinn sé kallaður til í góðum tíma, þannig að honum gefist kostur á að kynn-

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.