Freyr

Årgang

Freyr - 01.07.1929, Side 7

Freyr - 01.07.1929, Side 7
FREYft 67 Af búsafurðum gætir mest afurða bú- fjár, eða 70%, en um 25% korn og garð- yrkjuafurðir. Finsku hestarnir eru taldir að meðal- tali 152 cm. háir og vega um 500 kg. Nautpeningur er aðallega af ýmsu innlendu kyni. í Finnlandi eru urn 700 eftirlitsfélög og tala kúa i þeim um 200 þús. Meðaltal mjólkur og smjörfitu pr. kú er eftir skýrslum eftirlitsfélaganna: Danmörk .... 3300 kg. mjólk. 138 kg. smjörfita Sviþjóð ....... 3200 — — 114 — — Noregur ....... 2200 — — 84 — — Finnland .... 2300 — — 90 — — ísland ........ 2300 — — Hvað stjórn búnaðarmála í Finnlandi viðvíkur, þá liefir landbúnaðarráðu- neytið, með aðstoð búnaðarmálastjór- anna, yfirumsjón með öllum þeim mál- um. f sambandi við háskólann í Hels- ingfors er búnaðarskóli. Hann veitir víðtæka mentun i búnaði. Þar starfa 11 prófessorar. Auk þess eru í Finnlandi 40 búnaðarskólar, 3 mjólkurskólar og nokkrir skólar fyrir smábýlabændur. Búnaöarfélög. f Finnlandi eru 22 að- albúnaðarfélög, sem eru mynduð af 1200 smærri félögum, sem hafa 80000 félagsmenn. Tala ráðunauta er yfir 600. Smábýlamenn mynda sérstakt lands- félag, í því sambandi eru um 900 smærri félög með 25000 félagsmönnum. Samvinna er allmikil í Finnlandi. Um 500 mjólkurbú eru þar rekin á sam- vinnu grundvelli. Samvinnusjóðir (Andelskasser) liafa aukist mjög á binum síðustu 10 árum í Finnlandi. Þeir sjá nú fyrir flestum lánum, sem veitt eru til búnaðar. Sjóðir þessir eru 1 liverri sveit, alls um 1400, og mynda eitt aðalsamband. Kaupfélagsskapur hefir aukist mjög hin síðari árin. Tilraunastarfsemi er mikil í Finn- landi. Þar eru nokkrar stórar tilrauna- stöðvar og tilraunafélög víðsvegar um land. Meðal annars er unnið að rann- sóknum viðvíkjandi framræslu, áburð- arnotkun og kynbótum á jurtum. Þetta eru aðeins nokkrir aðaldrættir viðvíkjandi ástæðunum. Um nokkur einstök atriði fáum vér væntanlega tækifæri til að skýra frá síðar. í Finnlandi er nú unnið ötullega að allskonar framförum. Þá þjóðin losnaði undan ánauðarorki Rússa er sem nýtt líf og nýir kraftar liafi losnað úr dvala. Alt ber vott um ötult starf og einlægan vilja til að vinna þjóð sinni sem mest gagn. Notfæra sem best það sem landið liefir að bjóða. Að þessu vinna Finnar með þrautseigju og dugnaði, jafnliliða því að fara sem best með efni þau, er þeir ráða yfir. S. Sigurðsson. Tilbúinn áburður. Aldrei liefir verið notað eins mikið af tilbúnum áburði hér á landi og í sumar. Aldrei hefir þessvegna riðið meira á því, að menn kynnu að not- færa sér liann á réttan liátt. Það velíur mikið á því, að menn meðhöndli liann með liugsun og skilningi. Slæm með- höndlan getur eyðilagt verkanir áburð- arins að meira eða minna leyti, en til þess er útlendi áburðurinn of dýr og sá uppskeruauki, sem liann getur fram- kallað of verðmætur. Eg hefi, meðal bænda, orðið var við margskonar misskilning um meðferð á tilbúnum áburði og ranga notkun hans. Vildi ég með línum þessum m. a. leit- ast við að leiðrétta sumt af því.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.