Freyr

Årgang

Freyr - 01.07.1929, Side 9

Freyr - 01.07.1929, Side 9
F R E Y R 69 nokkurt árabil. Þetta er mjög breyti- legt eftir jarðlagi og ræktun. Þyrftu menn að gera hjá sér smá-áburðartil- raunir, sé notaS verulegt af tilbúnum áburSi. En aS órannsökuSu máli mun yfirleitt vissast aS nota nitrophoska. Þess skal getiS aS í staS saltpéturs má nota aSrar tegundir. Ódýrast er sennilega aS nota brennisteinssúra stækju, en bún flytst lítiS liingaS til lands, aðeins eftir beiðnum manna. Hvenær á að bera á? Ekki verður sagt um það með nákvæmni, eftir inn- lendum tilraunum. Superfosfat og kalí á að bera á að haustinu eða snemma vors strax og snjóa leysir og jörð er orð- in sæmilega þur, lielst í apríl eða snemma í maí. Haustbreiðsla og vor- breiðsla hefir gefið svipaða uppskeru í gróðrarstöðinni i Reykjavík. Saltpétur á ekki að bera á fyr en í gróandanum, grös nokkuð farin að spretta. Hann er mikið auðleystari og bindst ver í jarðveginum en superfos- fat og kalí. Jurtirnar þurfa því að vera í fullum vexti, þegar hann er borinn á, svo að þær geti tekið hann til sín áður en hann sígur niður fyrir rætur þeirra og þvæst burt. Sé mikið borið á af salt- pétri, 1 tn. eða meira á dagsláttu, er sjálfsagt gott að bera hann á í 2—3 skömtum, með viku til hálfs mánaðar millibili. Tilraunir í Gróðrarstöðinni í Reykja- vík hafa sýnt, að betra er að bera salt- pétur þar á í maí lieldur en í júní. En færeyskar tilraunir hafa leitt í ljós, að saltpétur borinn á 20. maí gaf 26% meiri uppskeru, en sami skamtur bor- inn á 1. apríl. Það er því að líkindum nokkuð ákveðið tímabil, sem best hentar að bera hann á, en ver bæði fyr og síðar. Hvenær það er hafa innlendar tilraunir ennþá ekki leitt í ljós og að sjálfsögðu fer það mjög eftir veðráttufari og gróðri. Þangað til tilraunir sýna annað mun hentugast að bera saltpétur á um mán- aðamótin maí og júni, og aftur um miðjan júnímánuð, þar sem hann er borinn á í tveim skömtum. Brennisteinssúra stækju þarf að bera á heldur fyr en saltpétur. Mér vitanlega hafa engar tilraunir verið gerðar hér á landi með það, hvenær eigi að bera nitrophoska á. Þess ber að gæta, að í því er mikið af auðleystu saltpétur- köfnunarefni, og að fosforsýran og kalíið í því er líka tiltölulega auðleyst. Það er því sennilega ekki rétt að bera það mjög snemma á, heldur fgr en saltpétur. Hversu mikið á að bera á? Því verður ekki svarað alment, þvi að sitt á við á hverjum stað. Yfirleitt er talið að 1 tn. — 100 kg. — hvort sem er af saltpétri eða nitrophoska, sé hæfilegur áburður á dagsláttu, álika mikið af superfosfat, en minna af kalí (%—% tn.). Á ræktar- góð tún mun mega telja þetta sæmileg- an áburð. En þar sem slæm rækt er þá er þetta alt of lítið, jafnvel sumstaðar svo lítið, að litill árangur er sjáanlegur. En sé áburðarskamturinn aukinn upp í jH/2—2 tn. á dagsláttu, þá er veltigras. Það er alveg ótrúlegt liversu mikið þarf af áburði á óræktarjörð. Topparnir þar sem illa er dreift sýna það best. Á að bera á í þurki eða regni? Það mun vera skoðun flestra þeirrat er nota tilbúinn áburð, að nauðsynlegt sé að dreifa honum í regni til þess, að tryggja sér góðar verkanir og komast hjá efnatapi. Þetta er ekki allskostar rétt. Þvert á móti á að dreifa tilbúnum áburði í þurru veðri. Þannig er það þrifalegast verk, þannig dreifist liann

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.