Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1929, Síða 11

Freyr - 01.07.1929, Síða 11
F R E Y R 71 tvisvar yfir svæðið (þvert og endilangt). Áburðurinn kernur þá jafnara niður þótt ójafnt sé dreift. Líkt þessu er sáð höfrum og grasfræi, Af höfrum er þó tekið minna í henfa í einu en af tilbúnum áburði, og af gras- fræi aðeins milli 3—4 fingra, og farið 2—4 umferðir. Áður en menn byrja á að dreifa til- búnum áburði eða sáðvöru, ættu þeir að æfa sig með sandi eða þ. u. 1.; það borgar sig. Á háa hóla í túni og harðbalajörð má fá ágætt gras með tilbúnum áburði, þótt brenni undan búfjáráburði. Er þá best að nota saltpétur eða nitrophoska. Þegar gerðar eru græðisléttur, er á- gætt, auk búfjáráburðar, að bera dá- litið af saltpétri í flagið, þegar það fer að gróa upp. Hann hjálpar ákaflega vel hinum særðu, veigalitlu jurtum til þess að festa rætur og vaxa; og gerir þannig tvent í senn, eykur uppskeruna bein- línis og flýtir fyrir uppgræðslunni. Þar sem grasmaðkur er í túnum hefi eg vitað reynast vel að bera á saltpétur. Hann eflir sérstaklega blaðvöxtinn og gerir það að verkum, að grasið nær sér fljótar eftir að maðkurinn fer að hverfa seinni hluta sumars. Guðm. Jónsson, frá Torfalæk. Góð græðislétta. í sumar fékk Jón Jónsson, bóndi i Huppahlíð í V.-Húnavatnssýslu, nær því 70 hesta af vænu bandi af tveg'gja ára græðisléttu utantúns, sem er 3 dagsl. að stærð, eða um 23 besta af dagsláttu. Þetta má teljast ágætt, enda sparaði Jón ekki áburð. Auk ágætrar breiðslu af búfjáráburði hefir sléttan fengið skamt af saltpétri. Það þurfa græði- sléttur ávalt að fá, a. m. k. fyrsta eða annað árið. G. J. Um akuryrkju á íslandi. Kornyrkja til forna. Það er talið fullvíst að á landnáms- öld, og lengur, hafi verið stunduð nokkur kornyrkja hér á landi. í hve stórum stíl þessi lcornrækt hef- ið verið stunduð er næsta óvíst, en mörg staðanöfn víðsvegar um land, benda til að víða hafi akuryrkja verið reynd. Hinsvegar eru fáar upplýsingar um eftirtekjuna. Á landnámstíð hefir landið verið skýlla en nú, því þá voru hér skógar miklir, og stormar og næð- ingar léku þá eigi eins lausum liala og nú.— Á landnámsöld gerðu menn eigi mikl- ar kröfur til uppskerunnar. Miklir erf- iðleikar voru þá á því að ná korni frá öðrum löndum, og menn munu hafa sætt sig við það þó lítil væri eftirtekjan. Á miðöldunum fór öll kornyrkja út um þúfur. Ef til vill stóð þetta i sam- bandi við bvarf skóganna og liið al- menna framtaksleysi, sem þá ríkli hjá þjóðinni. Tilraunir með akuryrkju á 18. ötd. Á 18. öldinni vaknaði ný hreyfing um akuryrkju- og búnaðarbætur hér á landi. Margir höfðu þá trú að akuryrkj- an myndi að gagni koma, og nýjar til- raunir hófust í þá átt. Danska stjórnin studdi rækilega þessar tilraunir. I Lýsingu íslands eftir Þorvald Thor- oddsen, í kaflanum um búnað á Islandi, er allítarlega skýrt frá þessum akur-

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.