Freyr

Volume

Freyr - 01.07.1929, Page 13

Freyr - 01.07.1929, Page 13
FREYR 73 veittar ábýlisjarðir, sumpart voru þeir settir niður á höfuðbólin, hjá embætt- ismönnum og efnamönnum, til þess að gera tilraunir með ýmsar sáðtegundir. Á Norðurlandi voru tilraunir til korn- yrkju framkvæmdar á Þingeyrum, i Víðidalstungu, á Ási og Marðarnúpi, á Miklabæ og Hólum i Hjaltadal. Á Suð- urlandi var kornyrkja reynd á Hliðar- enda, á Móeiðarhvoli, i Hjálmholti, i Viðey og i Reykjavík. Þessa tilrauna- staði nefnir Eggert Ólafsson, en b'klega liafa tilraunir viðar verið gerðar og einnig eystra og vestra. Að minsta kosti er þess getið, að Bogi Benediktsson eldri á Staðarfelli tók til sín akur- yrkjumann á útbú sitt á Kjallaksstöð- um, þar var hlaðinn akurgarður, sem enn sá merki til 1823. Tilraunir voru gerðar með bygg, liafra, vetrar- og vor- rúg, en þær msitókust því nær alger- lega á flestum stöðum. Til þess voru ýmsar orsakir, árferði var á þessum ár- um í slirðara lagi, akurstæði voru víða óheppilega valin, og akurgerðamenn- irnir kunnu eiga að haga kornrækt sinni eftir landsháttum, af því þeir voru frá suðlægari héruðum, og fylgdu venju sinni, en hefði líklega oft betur tekist, hefðu þeir farið að liáttum Færeyinga eða annara, sem áttu við líkt loftslag að búa. Jótsku bændurnir kunnu lield- ur ekki að þurka kornið við eld i stofn- liúsum, eins og hinir fornu íslendingar hafa líklega gert og enn er gert í Fær- eyjum og sumstaðar i Noregi. Kornið varð þroskað, en kjarninn varð eigi nógu harður af því byggið var eigi þurkað nægilega. Auk þess voru liinir útlendu bændur misjafnir, sumir voru duglegir og starfsamir, en aðrir latir og værukærir, sumstaðar voru akrarnir ekki nægilega girtir, svo skepnur átu kornið jafnóðum og það kom upp ....“. Þrátt fyrir þetta mistu menn eigi trúna á akuryrkjuimi og ýmsir héldu áfram með tilraunir í þá átt. Til dæmis Thordal stiftamtmaður á Bessastöðum, sem haustið 1774 fékk 5 tunna upp- skeru af byggi og 4—5 tunnur af höfr- um, og síðar, 1776, fékk liann 10 tn. uppskeru. Það ár var árferði hið besta. Á þessum árum fengust ýmsir aðrir við kornyrkju, sem bar sæmilegan ár- angur. En i móðuharðindunum fór jietta alt út um þúfur. Tilraunir með kornyrkju á 19. öld. Framan af öldinni var lítið gert að þessum tilraunum. Þó er talað um til- raunir i Fljótshlíð, er liafi hepnast fremur vel, og að bygg og hafrar liafi fengist fullþroskað. Um miðbik aldar- innar liófust aftur þessar tilraunir. I búnaðarsögu Þorvaldar Tlioroddsen seg- ir meðal annars svo frá: „. . . . Þorsteinn Daníelsson á Skipa- lóni fór utan 1849 og réði þá til sín danskan akuryrkjumann, Jens Jensen Stælir að nafni, og kom út með liann vorið 1850. Vinnumaður þessi reyndist duglegur og starfaði að rnörgu. Sumar þetta lét Þorsteinn Danielsson „sá til hafra, hörs og korns m. fl. Hafrarnir spruttu svo, að að 4 ferskeyttra faðma bletti fékkst væn sáta af heyi. Hörinn og kornið kom upp, en náði ekki að þroskast til fullnustu, enda var því ekki sáð nógu snemma um vorið“. Sumarið 1852 fékk Þorsteinn Daníelsson 20 Iiesta af bafralieyi af ekki fullri 1%. dag- sláttu. Sumarið 1851 „sáði Björn Þor- láksson i Fornhaga höfrum i gamlan jarðeplagarð, sem var 100 ferh. faðmar að stæð, og fengust þá um haustið úr garði þessum 10 vættir af vel þurru hafraheyi. Til hafranna var sáð 4 vikur af sumri, og voru þeir slegnir þegar 5

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.