Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1929, Blaðsíða 15

Freyr - 01.07.1929, Blaðsíða 15
FREYR 75 urs. Það er algild regla, að sú ræktun svarar best kostnaði, þá ræktaðar eru þær jurtir sem best þrífast við þau skil- yérði, sem liægt er að bjóða þeiin. Iiér þrífast grastegundirnar best. Aðal- áherslunina verður því að leggja á ræktun þeirra. Alt fyrir grasræktina. S. Sigurðsson. Heypípur. Þess befir verið óskað, að ég skýrði frá tilbúningi, notkun og gagni því, er eftir revnslu minni, má liafa af þeim hlutum, sem ég kalla heypípur. Það var sumarið 1924, er ég fyrst bjó til pípur þessar, til þess að varna skemdum af ofliita í lievi. er ég þá neyddist til að hirða vanþurkað. Eg var þá að liirða í stóra hlöðu nýsteypta; og það er — auk tjónsins — ekki skemti- leg tilhugsun að verða, ef til vill, að rífa upp hey, sem komið er að bruna i 8—9 álna djúpum hlöðum. Smíði á pípunum er mjög óbrotið, og fátt við það að athuga. Þó er ekki sama hvaða tökum það er tekið, eða af hendi leyst, fremur en annað. Eg ætla þvi að minnast á það með nokkrum orðum. Hentugast er að búa pípurnar til úr sléttu galvaniseruðu járni, heldur þunnu, og klippa það niður úr heilum plötum, mátulega breiðar lengjur til þess að hafa í pípurnar. En vel má lika hafa bárujárn ef það er ekki ryðgað, og nota til þess afklyppur og búta þótt áður hafi verið notað og naglrekið. En sé slikt efni notað þarf að byrja á að smíða neðri og mjórri enda pípunnar, og skara út.á hana, meðal annars til þess að hægra sé að draga pípurnar upp úr lieyinu. Það er fljótlegast, hægast og best, að setja pípurnar saman með þvi að hafa fjalarrenning úr panel eða þunnum flettingum innan í þeim og negla rend- urnar á járninu, þar sem þær ganga á misvíxl, eftir að beygt er, inn i röndina á trénu. Líka verður að negla strjál- nöglum inn í röndina binu meginn, svo að renningurinn verði vel fastur. Borð- renningurinn er hafður jafnbreiður og pípan á að vera víð (þvermálið) ca. 10 cm. standi upp úr viðari enda píp- unnar, og þar á gat, til að festa streng í (sbr. síðar). Auðveldast er, að beygja járnið saman með þvi að snúa vír utan um pípuna á 2 eða fleiri stöðum. Vont er að pípurnar séu stuttar. Ilæfilegt að þær séu 3—4 álnir. Fyrstu pípurnar, sem ég smíðaði, hafði eg 12—14 cm. í þvermál, en reynslan hefir kent mér að nóg er að þvermálið sé 6—8 cm. Annars getur maður í því falli hagað sér eftir þvi efni sem fyrir er. Það er hæfilegt að þær séu 2 cm. víð- ari i efri endann, til þess, eins og fyr segir, að liægara sé að draga þær upp, og þær falli síður aftur niður i lioluna, ef enginn strengur lieldur þeim uppi, en auk þess rýkur þá vatnsgufan betur upp úr þeim, einkum ef þær eru gat- aðar. Eg hafði engin göt á hliðunum á fyrstu pípunum sem ég smíðaði, en síð- an hefi ég komist að raun um að það er miklu betra og þá að hafa götin all- stór (Y2—1 cm.) og ca. 3 cm. milli gat- anna. Vilji maður liafa pípurnar með göt- um er fljótlegast að búa þau til áður en

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.